Færsluflokkur: Matur og drykkur

Grínvísur um matareitrun á Dalvík, (frá 2014.)

Set inn kveðskapinn sem ég orti um matareitrun á Dalvík. 
Leituðu á heilsugæslu með matareitrun
mbl.is
Brest í ljóð:

Núna flýgur fiskisaga
fengu sumir illt í maga,
matareitrun mun nú plaga
menn, sem halda "fiskidaga."

Alvarlegum augum líta
atburðinn, á jaxlinn bíta.
Ýmist gubba eða skíta
allir sér á klósett flýta.

Matareitrun illþolandi
ekki neinum varð að grandi.
Nú er kátt á norðurlandi
nú mun allt í besta standi.

Salmonellu-súpa í pottum,
saurgerlar í krásum flottum
út af þessu ýmsir glottum
eins og kvæðið ber nú vott um

Kári Friðriksson, 2014.

Áskorun á Sveppa,karifrid (Á youtube.) Textinn .

      Áskorun á Sveppa.Lag og ljóð Kári          Friðriksson.

Þú grínari mikli sem ekur um allt,       
sem útvarpar spaugi úr bílnum.
Ég læt þig nú vita að lánið er valt
og líklegar hefndir frá skrílnum.

Því fólk sem þú níðir í fýlu nú er,
þú ferð nokkuð oft yfir strikið.
Það óþverra grínsem þú gerðir,að mér
var gróft,og mér sárnaði mikið.

Ég frétti,þú lent hafir einelti í,
með útlit þit grínast og spikið.
Ég verð nú að segja,mér virðist af því
varla,þú lært hafir mikið.

Að grínast með feita og fatlaða er
sko "fyndni" af lakasta tagi.
Þitt lélega innræti alþjóð nú sér,
þú ert ekki Sveppi,í lagi.

Að ganga of langt,eiga grínarar til
en gáð´að mig skortir ei kraftinn.
Ég reiddist þér Sveppi og vegna þess vil
þér veglega gefa á kjaftinn.

Þú óþverrakjaftur sem áreittir mig
ég á þig í slag núna skora.
Í lokuðu búri ég lemja skal þig,
(en líklega munt´ekki þora.)

Klárað 22.1.2021. Kári Friðriksson.
Mannlíf.is fjallaði ágætlega um þetta og kom með dæmi um hvað þeir sögðu um mig á podkastinu. Einnig er texti neðan við myndbandið á youtube með þessum texta við lag eftir mig. 
Munið: "Engin skyldi skáldin styggja, skæð er þeirra hefnd."


MENNINGARTENGD FERÐAÞJÓNUSTA, BARA BULL ? Veitingastaðir hafa ekki áhuga...

     Tónlist fyrir matargesti ?

Ég sendi víða upptöku af söng þriggja tenora af 

tónleikum  í Háteigskirkju þann 5. febrúar

síðastliðinn. Þar sungu Kári Friðriksson, Egill          

Árni Pálsson og Einar Clausen fjölbreytt úrval

laga bæði frá Íslandi og  þekkt erlend "tenorlög"

eins og Wien,du stadt meina traume og O sloe mio.

Ég taldi að hægt væri að "vera öðruvísi" sem veit-

ingastaður með því að bjóða  upp á söngprógramm

jafnvel með þremur tenorum, á stærstu og flottustu

veitingastöðunum. Tvo eða einn á þeim minni.....

Ég sendi  alls 39 hótelum og veitingastöðum netbréf

með upptöku af íslenskum dúett,Á vegamótum og 

hugmyndum mínum um að matargestir ,ekki síst

útlendingar, myndu gjarnan vilja hlusta á c.a. 20 til

30 mínútna skemmtiprógramm sem mundi byrja 

þjóðlegum fimmundarsöng,Ísland farsælda frón 

eða Ó mín flaskan fríða, sungin af tveimur söng-

vurum.Svo kæmu íslensk lög og dúettar,eins og 

Á vegamótum,Sólsetursljóð,Hamraborgin,Rósin,

Undir dalanna sól,Í fjarlægð,Þú ert yndið mitt

yngsta og besta o.s.v.f.   Í lokin kæmu lög frá

öðrum löndum,Þýskalandi,Ítalíu o.s.f.v. La donna e

mobile,Nessun dorma, Komm in die Gondel,Wien

du stadt meine traume,Be my love, Perhaps love

og O sole mio,sem dæmi.Sum sungin saman að

hætti "Tenorarnir þrír" en sum sungin af einum.

Fjórir heilir dagar eru síðan ég sendi E-mail á 

alla þessa stóru veitingastaði og hótel,allt upp í 150

km. frá Reykjavík, en ENGINN hefur svarað enn.

Hótel Rangá og Hótel Glymur þykjast vera flott og 

ættu að sjá sóma sinn í að bjóða sínum gestum

upp á val um svona flott prógramm. Grand hótel 

væri "grand" með svona prógramm.  Mörg af hót-

elunum eru með stóra sali sem vel geta boðið

upp á svona prógramm, hafa jafnvel hljóðfæri...

Fjörukráin í Hafnarfirði,(þar sem ég söng í 13 ár)

er næstum eini staðurinn sem býður reglulega upp 

á söng og skemmtiprógramm reglulega, og fær

TÚRISTA Í ÞÚSUNDATALI ÚT Á ÞAÐ.....

Ég SKORA Á veitingamenn að koma sér upp 

svona söngprógrammi, með tenorsöngvurum og 

blönduðu,vönduðu efni og ÞEIR MUNU FÁ GESTI

FRAM YFIR ÞÁ SEM aðeins bjóða upp á MAT .

Skemmtiferðaskip sem hingað koma gætu FENGIР

PRÓGRAMMIÐ UM BORÐ.....Ef fólk nennir ekki að

borða í landi.....

Ég sendi reyndar ÖLLUM ráðaneytunum OG For-

setaskrifstofunni upplýsingar um þennan

"menningarpakka " en hef ekki fengið NEMA EITT

SVAR enn sem komið er.....

"Menningartengd ferðaþjónusta" er hugsanlega

bara orðin tóm hjá stjórnmálamönnum..... 

Vonandi rætist úr þessu, við söngvarar verðum

í önnum, syngjandi á fjölmörgum stöðum fyrir

íslenska sem erlenda gesti. ÉG ER TILBÚINN, með

mína menn....

Virðingarfyllst, Kári Friðriksson tenor og tónlist-

artengill .  Sími: 6910665    karifrid@hotmail.com

 


Fiskikóngurinn,bara kóngur yfir víetnömum ? Íslendingar fá síður vinnu hjá Fiskikónginum....

                Um atvinnurekendur sem "misnota aðstæður og svíkja starfsfólk"

                             FISKIKÓNGURINN vil ráða og ríkja,
                             en ræður bara yfir víetnömum.
                             Umsækjendur íslenskir,þeir víkja,
                             ort er þetta af slíkum,nokkuð grömum.

                             Útlendingar ýmsum stöðum sinna,
                             auðveldara reynist þá að kúga.
                             Bakatil,þeir víða reynast vinna
                             voða létt að svíkja,og í þá ljúga.

                             Við ég ekki versla á slíku stöðum,
                             vil ég að þið gerðuð þetta líka.
                             Atvinnulaus,ei vil standa í röðum,
                             ekki stjórni fasistanna klíka.
               
                     Ort 24.07.2013. Kári Friðriksson. 

 

 

 


                             Ég á það til að yrkja vísur út af hinu og þessu, og auðvitað gerði ég það líka, þegar ég komst að því að "Fiskikóngurinn" ætlaði ekki að ráða mig,þrátt fyrir að hafa látið líklega, og talað um að hann vantaði  "Foringja í búðina". Ég sótti nú bara um vinnu við handflökun, þar sem gefið var í skyn að maður fengi borgað fyrir flakað kíló.....Ég sá,þegar ég kom á staðinn að flestir sem þarna voru voru frá útlöndum og ég heyrði bara um fólk frá Víetnam. Ég beið lengi eftir viðtali, og fylgdist með, og ætlaði að tala aðeins við einn handflakarann. Sá gat hvorki talað ensku né íslensku, og VAR GREINILEGA ekki búinn að flaka nærri því eins mikið og ég um ævina.....Ég gat ekki rætt við Kristján "Fiskikóng" í það sinn, vegna anna og heldur ekki daginn eftir, þegar ég renndi við... Beið þá einnig í drjúga stund, en sá aldrei að fólkið sem vann þar baka til við flökun og snyrtingu næstum allt frá Asíu, FÆRI í kaffi eða MAT !
Ég ætla ekki að fullyrða neitt, en kannski fær þetta fólk ekki rétta kaffi eða matartíma.... STÉTTARFÉLÖG eru kannski ekki að standa sig . Þau ættu að athuga launaseðla og ræða við fólk, EKKI þegar það er fyrir framan vinnuveitanda....
ÞAÐ GANGA SÖGUR um íslenska atvinnurekendur, sem nota sér að kúga útlendinga sem vinnuafl og kannski er "Fiskikóngurinn" einn þeirra. Ég get ekki fullyrt það, en beið frá 11:30 til 12:45 eftir viðtali og sá ENGANN fara í mat þá.
Þegar ég skrifaði í pirringi bréf og lýsti óánægju minni með að fá ekki vinnu, þrátt fyrir að vera með talsverða reynslu og að ég væri mjög á móti því að fyrirtæki flyttu inn útlendinga þegar væri þó nokkuð atvinnuleysi og sum þeirra brytu svo á þeim réttindi fékk ég skot til baka um að ég væri "rasisti og dóni". 
Kannski er ég það, en ég er á móti "nútíma þrælahaldi" og vil EKKI VERSLA við slík fyrirtæki. 
Ég keypti t.d. ALDREI HAMBORGARA á MCdonalds þar sem það komst fyrir opnun  upp að eigendur ætluðu að borga unglingum "minna en lágmarkslaun". Stéttarfélög stoppuðu það, en ÉG VILDI EKKI  versla við "drullusokka sem reyndu svona".
Ég hef frétt um veitingastaði sem svíkja launalega unglinga og útlendinga, og passa mig að fara ekki inn á slíka staði, og hvet aðra til að gera það líka.
Ég man eftir hálf fasískum blaðagreinum um að það sé gott að hafa "hóflegt atvinnuleysi" svo að verkafólk fari ekki að derra sig... 
Ég ætla EKKI AÐ KAUPA FISK AF FISKIKONGINUM ! Ætla að hringja í stéttarfélagið og biðja það að athuga aðstæður á vinnustað og fá að sjá hvað fólkið hefur í laun. 
Ég hvat AÐRA til að gera slíkt hið sama, ef þeir vita um vinnustaði þar sem farið er illa með unglinga eða útlendinga á einhvern hátt. Láta stéttarfélög vita, og versla ekki nema ástandið batni....
Vonandi fer heimurinn batnandi, við getum öll gert eitthvað, Fair trade t.d. 
Virðingarfyllst, Kári Friðriksson tónmenntakennari (atvinnulaus ennþá) kórstjóri,handflakari o.m.fl.


Víkingur REKINN af Fjörukránni,fyrir að skrifa á Facebook. Málfrelsi lítils metið af atvinnurekenda.

Þann 8. september síðastliðinn skrifaði ég blogg, þá nýkominn úr aukavinnu sem ég hef haft í þá 13 og hálft ár, sem er að syngja og skemmta í víkingabúningi,matargestum á Fjörukránni í Hafnarfirði.
Rétt er að nefna að á þeim tíma hefur ýmislegt gengið á og stundum hef ég verið við það að hætta, tvisvar hefur Jóhannes Viðar hringt í mig og beðist afsökunar á því sem hann hafði sagt og ég þá sætt mig við það og unnið áfram. Er ég nær örugglega sá sem hef unnið lengst á Fjörukránni, enda er ég þolinmóður og hef sætt mig við ýmislegt,enda að reyna að vinna fyrir fjölskyldunni. Margir hafa hætt jafnvel í illu, eftir stuttan starfstíma, enda forstjórinn þekktur fyrir að hafa "erfitt skap".                                                                           Þegar ég mætti í vinnu næst, eftir að hafa skrifað umrætt blogg, sem ég læt fylgja með orðrétt á eftir , kallaði Jóhannes Viðar mig inn á skrifstofu í hléi og sagðist ekki vilja hafa það að ég skrifaði neitt um Fjörukrána á Facebook,(eða annars staðar) og gerði ég það aftur yrði ég rekinn. Auk þess yrði ég að taka tafarlaust út , það sem ég hefði skrifað. Kannski var mælirinn orðinn fullur, eftir 13 og 1/2 ár af því að vinna hjá manni sem maður gat aldrei vitað hvort væri í fínu, eða brjáluðu skapi þegar maður mætti í vinnuna.  Ég ákvað að standa á mínu, það ER MÁLFRELSI á Íslandi og bölvuð frekja og yfirgangur að ætla að stjórna því hvort maður tjái sig um starf sitt, sem hefur verið stór partur af lífi mínu í rúm 13 ár. Í ofanálag var ekkert í því sem ég skrifaði neikvætt, nema að ég ætti kannski skilið að fá meira borgað fyrir að standa mig vel á svona stórum kvöldum, (að syngja EINN, fyrir 170 manns). Það hefur Jóhannes aldrei mátt heyra á minnst, að borga aukalega fyrir meira álag.....Hann verður því nískari eftir því sem hann verður ríkari....Laun fyrir söng þar hafa dregist saman um einn þriðja af því sem þau voru, þegar ég byrjaði...SAMT er hann að nota færri söngvara fyrir sömu stærð af gestahóp...
Ég endurskrifa hér fyrir aftan það sem ég skrifaði þann 8. sept, orðrétt:                                                                                            Söng aleinn fyrir rúmlega 170 manns, á Fjörukránni í kvöld....Það gekk reyndar mjög vel, enda er ég raddmikill og fær í að koma fram...Man samt að þegar ég var að byrja þar fyrir rúmum þrettán árum þá var reglan sú að söngvari númer tvö, bættist við þegar fleiri en 25 voru í "Víkingamatseðli". Þá hefðu verði fimm í hóp að sinna svona mörgum. Reyndar voru ekki allir söngvararnir þá með "óperurödd". Það þarf talsverðan kraft til að heyrast þokkalega þegar maður syngur yfir stóra salinn á neðri hæðinni, og reyndar líka "Tunnusalinn" og Hofið" uppi. Þarna næst oft frábær "Brekkustemming" og sennilega enginn veitingastaður á Íslandi þar sem hópar geta komið og heyrt flotta söngvara syngja fyrir sig PLÚS að geta sjálfir sungið fjöldasöng....Eftir "Íslenska prógrammið" í kvöld söng ég t.d. með gestum, Vem kan segla,My bonny, Che sara,Wild rower, Det var brennivin í flasken,Once upon a time og Ring of fire.... (Kann líka fullt af "íslenskum fjöldasöngslögum".)       Ég fer reyndar út fyrir Fjörukrána með mína hæfileika og syng stundum í veislum,bæði einsöng og stjórna fjöldasöng....(Þá oft á aðeins hærra kaupi). Maður nær nú samt dálitlum pening ef maður fær hátt í tíu "job" á mánuði á Fjörukránni.   Staðreynd samt að "fimm söngvarar kosta meira en einn" , þannig að kvöldið í kvöld hlýtur að koma vel út "kostnaðarlega séð".   Listrænt séð ?  Það var góð stemming.....                                                                         SVONA var nú textinn sem ég var rekinn fyrir að birta á Facebook. Dæmi hver sem vill, hvernig sá maður er, sem lætur sér detta í hug að hóta öllu illu til að losna við þessi skrif af netinu.                      Það er MARGT MUN VERRA sem ég gæti skrifað um Fjörukrána og margir fyrrverandi starfsmenn gætu vitnað um.                                        Læt þetta duga í bili, og vona að mér líði betur með það að hafa aðeins "opnað mig" .                                                                       Kári Friðriksson tónlistarmaður og "málfrelsisunnandi".S: 6910665     Bendi veitinghúsaeigendum  hér með á að vilji þeir bjóða upp á "Þjóðlegt tónlistarprógramm á sínum stöðum, þá er ég á lausu.....


" Mario Lanza, tenor tónleikar" Geir Ólafsson og Kári Friðriksson syngja.

Ég hef meira verið að syngja með gítar að vopni , íslensk þjóðlög og annað efni fyrir matargesti Fjörukrárinnar heldur en með píanóleikara síðari ár. Hef þó metnað til að syngja meira þannig og söng t.d. "Þrír tenorar" tónleika árið 2007 með bræðrunum Guðbjörnssonum og 7 einsöngstónleika árið 2009 með Nínu Margréti Grímsdóttur, sem einnig lék píanóverk .
Ég ER með hljómdisk næstum tilbúinn og syng auðvitað af og til í jarðarförum, afmælum og á árshátíðum eins og gengur.
NÚ vil ég bjóða upp á mjög flottan "tónlistarpakka" þar sem Mario Lanza er minnst með því að syngja eingöngu lög og óperuaríur sem hann söng .
Ég talaði við Geir Ólafsson, sem er þekktur fyrir að fara vel með dægurlög liðinna ára . Hann er einnig hinn ágætasti tenor, hefur jafnvel stundað nám hjá sjálfum Kristjáni Jóhannssyni. Hann sagðist syngja með mér, ef mér tækist að selja pakkann. Sennilega er Geir meira á heimavelli í dægurlögunum en ég, en ég mun þó syngja þau líka. Hef t.d. sett Be my love inn á youtube með mér. Það lag var eitt af þeim sem gerðu Mario Lanza að stórstjörnu og seldist í milljónum eintaka . Geir mun örugglega syngja Serenade úr óperettunni Stúdentaprinsinn og við syngum líka saman nokkur af lögunum í stíl "Tenorarnir þrír".
Líkleg lög auk fyrrnefndra eru t.d. O sole mio, La donna e mobile, Nessun dorma,Una furtiva lagrima og Recondita armonia......(Kannski, O Danny boy.)
Ég hef háleitar hugmyndir um að selja "pakkann" t.d. á veitingahús, þar sem fínn kvöldverður með svona skemmtiatriðum gæti gengið vikum saman.
Enginn vafi er á því að unnendur klassískskrar tónlistar og fólk í eldra kantinum vildi gjarnan fara á slíkt "Galakvöld" enda var Mario Lanza mjög vinsæll á sinni tíð. Þetta yrði mun ódýrari pakki heldur en stórsýningar eins og Abba sýningin. Hótel Ísland (Park inn) er efst á lista hjá mér, en allt niður í Iðnó kemur til greina. Þar hafa,þrátt fyrir smæð staðarins ,gengið lengi þematengdar sýningar og tónleikar.
Ég hef sent stærstu sumarhátíðum upplýsingar om "pakkann" en er ekki komin með neitt fast.....Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við mig, (eða Geir)
ég hef netfang karifrid@hotmail.com Sími: 6910665
Virðingarfyllst, Kári Friðriksson, tenorsöngvari.

Um bloggið

Kári Friðriksson

Höfundur

Kári Friðriksson
Kári Friðriksson
Tónlistarmaður,tenorsöngvari,trúbadúr,kórstjóri og tónmenntakennari.Yrkir ljóð,semur lög og stundar kraftlyftingar til að slaka á.Giftur og á þrjú börn.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband