Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

GEYSIR Í HAUKADAL. ENDURLÍFGUM HANN.

Geysir hætti að gjósa vegna þess að barmarnir hækkuðu sífellt vegna hveraútfellinga. Ráð við því er að taka t.d. metra ofan af börmum og þá mun þrýstingur minnka nóg til að hann fari aftur að gjósa og endurheimti forna frægð.Slíkt mundi auðvitað styrkja ferðaþjónustuna og efnahaginn. Vonandi eru margir mér sammála og kannski með betri sambönd en ég til að koma málinu áfram.....


Fiskikóngurinn,bara kóngur yfir víetnömum ? Íslendingar fá síður vinnu hjá Fiskikónginum....

                Um atvinnurekendur sem "misnota aðstæður og svíkja starfsfólk"

                             FISKIKÓNGURINN vil ráða og ríkja,
                             en ræður bara yfir víetnömum.
                             Umsækjendur íslenskir,þeir víkja,
                             ort er þetta af slíkum,nokkuð grömum.

                             Útlendingar ýmsum stöðum sinna,
                             auðveldara reynist þá að kúga.
                             Bakatil,þeir víða reynast vinna
                             voða létt að svíkja,og í þá ljúga.

                             Við ég ekki versla á slíku stöðum,
                             vil ég að þið gerðuð þetta líka.
                             Atvinnulaus,ei vil standa í röðum,
                             ekki stjórni fasistanna klíka.
               
                     Ort 24.07.2013. Kári Friðriksson. 

 

 

 


                             Ég á það til að yrkja vísur út af hinu og þessu, og auðvitað gerði ég það líka, þegar ég komst að því að "Fiskikóngurinn" ætlaði ekki að ráða mig,þrátt fyrir að hafa látið líklega, og talað um að hann vantaði  "Foringja í búðina". Ég sótti nú bara um vinnu við handflökun, þar sem gefið var í skyn að maður fengi borgað fyrir flakað kíló.....Ég sá,þegar ég kom á staðinn að flestir sem þarna voru voru frá útlöndum og ég heyrði bara um fólk frá Víetnam. Ég beið lengi eftir viðtali, og fylgdist með, og ætlaði að tala aðeins við einn handflakarann. Sá gat hvorki talað ensku né íslensku, og VAR GREINILEGA ekki búinn að flaka nærri því eins mikið og ég um ævina.....Ég gat ekki rætt við Kristján "Fiskikóng" í það sinn, vegna anna og heldur ekki daginn eftir, þegar ég renndi við... Beið þá einnig í drjúga stund, en sá aldrei að fólkið sem vann þar baka til við flökun og snyrtingu næstum allt frá Asíu, FÆRI í kaffi eða MAT !
Ég ætla ekki að fullyrða neitt, en kannski fær þetta fólk ekki rétta kaffi eða matartíma.... STÉTTARFÉLÖG eru kannski ekki að standa sig . Þau ættu að athuga launaseðla og ræða við fólk, EKKI þegar það er fyrir framan vinnuveitanda....
ÞAÐ GANGA SÖGUR um íslenska atvinnurekendur, sem nota sér að kúga útlendinga sem vinnuafl og kannski er "Fiskikóngurinn" einn þeirra. Ég get ekki fullyrt það, en beið frá 11:30 til 12:45 eftir viðtali og sá ENGANN fara í mat þá.
Þegar ég skrifaði í pirringi bréf og lýsti óánægju minni með að fá ekki vinnu, þrátt fyrir að vera með talsverða reynslu og að ég væri mjög á móti því að fyrirtæki flyttu inn útlendinga þegar væri þó nokkuð atvinnuleysi og sum þeirra brytu svo á þeim réttindi fékk ég skot til baka um að ég væri "rasisti og dóni". 
Kannski er ég það, en ég er á móti "nútíma þrælahaldi" og vil EKKI VERSLA við slík fyrirtæki. 
Ég keypti t.d. ALDREI HAMBORGARA á MCdonalds þar sem það komst fyrir opnun  upp að eigendur ætluðu að borga unglingum "minna en lágmarkslaun". Stéttarfélög stoppuðu það, en ÉG VILDI EKKI  versla við "drullusokka sem reyndu svona".
Ég hef frétt um veitingastaði sem svíkja launalega unglinga og útlendinga, og passa mig að fara ekki inn á slíka staði, og hvet aðra til að gera það líka.
Ég man eftir hálf fasískum blaðagreinum um að það sé gott að hafa "hóflegt atvinnuleysi" svo að verkafólk fari ekki að derra sig... 
Ég ætla EKKI AÐ KAUPA FISK AF FISKIKONGINUM ! Ætla að hringja í stéttarfélagið og biðja það að athuga aðstæður á vinnustað og fá að sjá hvað fólkið hefur í laun. 
Ég hvat AÐRA til að gera slíkt hið sama, ef þeir vita um vinnustaði þar sem farið er illa með unglinga eða útlendinga á einhvern hátt. Láta stéttarfélög vita, og versla ekki nema ástandið batni....
Vonandi fer heimurinn batnandi, við getum öll gert eitthvað, Fair trade t.d. 
Virðingarfyllst, Kári Friðriksson tónmenntakennari (atvinnulaus ennþá) kórstjóri,handflakari o.m.fl.


Varðhundar valdsins,FRÉTTAMENN Á RUV og víðar.

Ég hef oft áður pirrað mig á valdaþjónkun fréttamanna sem birta bara það sem "á að birta". Þegja aðrar skoðanir í hel,því sem næst og eru allavega að mínu mati mjög hlutdrægir á köflum.             Þetta hefur í mörg ár verið áberandi í allri Evrópu umræðu og þeir sem tala fyrir frjálsu Íslandi fá mun minni tíma og athygli hjá fjölmiðlum.(Það á einhver eftir að skrifa doktorsritgerð um það eftir nokkur ár.)        Það síðasta sem stakk mig hjá fjölmiðlum var fréttaflutningur að kvöldi dags þegar forsetinn hafði vísað Icesave lögunum til þjóðarinnar.  Margir menn (flest karlmenn,en það er nú efni í annað blogg) komu í viðtal en ENGINN af þeim sem stóðu fyrir undirskriftasöfnuninni góðu eða hafa talað á móti því að við eigum að borga.       Ég skora á t.d. fjölmiðlafræðinga og fleiri að fylgjast með  og skrá hjá sér staðreyndir um hlutdrægni og einsleitan fréttaflutning.   Fjölmiðlar voru líka bestu vinir útrásarvíkinganna  og sýndu "viðskiptahetjurnar" í rómantísku ljósi og spurðu aldrei (sjaldan)  óþægilegra spurninga.   Reyndar keyptu sumir sér fjölmiðla til að geta bætt ímyndina og tókst að heilaþvo part af þjóðinni og jafnvel dómara.(Nema þá að 300 miljónir hafi þurft til). Ég er nú svo illa innrættur að detta í hug að þegar mjög vönduð mál á hendur ríkustu manna þjóðarinnar verða að engu fyrir dómi hafi einhvers staðar færst til peningar.Ef það hefur gerst,þá er óskandi að það komist upp. Það eru til gögn um tekjur fólks mörg ár aftur í tíman og víða erlendis er rannsakað þegar fólk virðist hafa mikil fjárráð,hvort tekjur hafi verið í samræmi við það. Verði þetta framtíðin,munu sumir þeir sem berast mikið á en hafa "vinnukonuútsvar"ekki eiga von á góðu.      Jæja,þetta losar aðeins um gremjuna yfir ástandinu,ég ætla ekki að kaupa rauða málningu.Vonandi á Íslenskt þjóðfélag eftir að batna í framtíðinni og við læra eitthvað jákvætt.     Kári.


Ekki nógu góður söngvari!!

Var að skoða  á youtube lögin sem ég hef sett inn,og horfði á La donna e mobile sem er tenor aría sem flestir þekkja.Þarna var tekin upp síðasta æfing fyrir tónleika Gerðubergskórsins í vor,Árni Ísleifsson lék undir.Þetta er arían sem ég söng í prufusöng í Íslensku óperunni nokkrum mánuðum áður.Var að syngja fyrir inn í óperukórinn,(fyrst ég fæ ekki hlutverk). Ég komst ekki inn í kórinn, sem segir mér að allir tenorarnir sem voru teknir þar fram yfir mig hljóti að vera betri.Í alvöru,þá er ég ósáttur við þetta og tel að gæði eigi að ráða ,ég sé allavega nokkuð góður tenorsöngvari og fyrirtæki sem er styrkt af almannafé eigi ekki að vera með klíkuskap.Þetta er eitt af fáum borguðum áhugamálum sem hægt er að stunda.Ég hef sungið í þremur óperuuppfærslum,í kór og staðið mig vel. Ég hélt 7 tónleika í sumar og auðvitað söng ég þessa aríu á þeim.La donna e mobile og O sole mio eru eitthvað sem ég syng alltaf ef ég kem fram á árshátíðum o.þ.h.  Ég er undir nafninu karifrid á youtube og hef sett þar slatta af lögum og aríum,flest tekið upp á venjulega myndavél svo að hljómgæðin eru eftir því.Samt hef ég fengið þó nokkuð af söngtilboðum út á þetta. Ég hef líka verið að stríða "stóru strákunum" með því að tengja upptökur af mér við þeirra.T.d. Mamma quel vino við Kristján Jóhannsson og Nessun dorma við Garðar Thor Cortes,(þeir eru með vídeó af aríunum á youtube.)  Jæja,þetta losar um smá pirring og ég bið alla vel að lifa.Í lokin vil ég segja að nú spái ég því að krónan fari að hækka,sjá frétt um M.P. banka o.f.l. jákvætt. KRÓNUNA UPP!!

                            Kári Friðriksson.


Um bloggið

Kári Friðriksson

Höfundur

Kári Friðriksson
Kári Friðriksson
Tónlistarmaður,tenorsöngvari,trúbadúr,kórstjóri og tónmenntakennari.Yrkir ljóð,semur lög og stundar kraftlyftingar til að slaka á.Giftur og á þrjú börn.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband