Færsluflokkur: Bloggar
7.7.2012 | 12:45
10 hræddar sópransöngkonur ! Hræddar við óperustjórann ?
Ég fékk þá ágætu hugmynd um daginn að bjóða "Menningarnótt" og fleiri
aðilum upp á "tónlistarpakka" með tenor / sópran dúettum . Auk þess mundu
söngvararnir syngja sér sínar glæsilegustu óperuaríur (eða óperettuaríur).
Ég fann netfang hjá 15 íslenskum söngkonum, á opera.is og sendi þeim boð
um að æfa og syngja með mér prógram með dúettum. Þrjú netföng reyndust vera
úrelt, tvær svöruðu strax kurteislega að þær væru uppteknar í sumar,önnur
í Noregi, Hulda Björk og hin hér á Íslandi, Auður Gunnarsdóttir.
HINAR TÍU SVÖRUÐU EKKI !
Ég hef grun um að ótti við óperustjórann gæti ráðið nokkru um það. Alþekkt
er að ég hef gagnrýnt hann og stjórn óperunnar fyrir ýmislegt, m.a. pukur
og leynimakk með það sem verður á efnisskrá og "rangt val" í hlutverk .
Óperustjórinn er ekki með tónlistarmenntun (sem mér er kunnugt um)og sumir
hafa í mín eyru gagnrýnt ýmislegt sem hann hefur ákveðið,ÁN ÞESS að þora að
gera það opinberlega. Ég hef reyndar fengið að heyra það að ég hafi TRYGGT
að ég muni ALDREI fá nokkuð að gera við óperuna, SAMA hvað ég batni sem
söngvari. Það sé reiði í minn garð hjá óperunni og þá verður skiljanlegt
að söngkonur vilji ekki FALLA Í ÓNÁÐ með því að syngja með mér.
Ég benti þeim á að hlusta á aríur og dúetta með mér á youtube. Er "karifrid" þar og hægt að finna þar með mér dúettinn O soave fanciulla,(sem mér finnst betur sunginn en var í uppfærslunni OG sjónvarpsskotinu sem ég sá í vetur).
Einnig Libiamo,Parigi o cara,og svo dúetta atriðið úr Rigoletto. Þar syng ég mjög gott Des með sópraninum í lokin,( ólíkt því sem var í Íslensku óperunni). Einnig er fullt af aríum og sönglögum þar á youtube með mér .
Ég hef ennþá áhuga á að fá "dúett partner" ef einhver þorir....
Ég ætla svo að birta nöfn þeirra tíu sóprana sem ekki svöruðu E-mail frá mér
hér á eftir . Vonandi fá þær eitthvað að syngja í óperunni...
Bylgja Dís, Hallveig Rúnars,Helga Rós,Sigrún Hjálmtýs,Signý Sæm,Hlín Péturs,
Vala Guðna,Þóra Einars,Magnea Tómas og Kristín R. Sig .
Þetta blogg var í fróðleiks og kynningarskyni , en ég býð auðvitað upp á "einsöngs pakka" auk þess að hafa fengið vilyrði hjá Geir Ólafssyni um að syngja með mér "Mario Lanza tenor tónleika" sem er flottur "pakki" með fjölbreyttri tónlist, enda söng Lanza í kvikmyndum auk þess að vera flottur
óperutenor. Ég tek einnig að mér að leiða fjöldasöng. Stundum hef ég fyrst
sungið þrjú lög eða aríur meða karaoke undirleik en stjórnað svo fjöldasöng með gítar að vopni.Flottur "árshátíðarpakki".
Ég hef þann metnað að syngja ALLTAF (næstum alltaf)lag eða aríu sem fer upp á Háa C þegar ég kem fram .(Fáir aðrir tenorar gera það.)
Ég set hér netfang og símanúmer á eftir, ef ykkur sem lesið vantar söngvara,
kórstjóra eða SÖNGKENNARA . Það er skrýtið að fleiri skuli ekki prófa að koma í söngtíma til mín, ég hef hjálpað sumum að bæta hæðina talsvert, hún er jú mikilvæg til að standa upp úr meðalmennskunni. Get ÞAGAÐ yfir því, ef þið viljið ekki að það fréttist að þið kíkið í tíma til mín .
Virðingarfyllst, Kári Friðriksson, "Háa Cés tenor" með meiru...
karifrid@hotmail.com Sími: 6910665
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2011 | 23:30
Íslenska Óperan. Til hamingju með Eldborgarsalinn !
Undirritaður hefur stundum gagnrýnt óperuna fyrir ýmislegt,bæði í blaðagreinum og bloggi.
Nú er mér ljúft of skylt að greina frá ánægju minni með þau vinnubrögð sem þar eru stunduð,þar sem nýlega hefur fjöldi íslenskra söngvara sungið "fyrirsöng" í Eldborgarsal Hörpu og einnig fréttist fyrir þó nokkru hvaða óperu stæði til að flytja á næstunni.
Það hafa allir söngvarar sem ég hef rætt við um þetta verið sáttir við þetta og vonandi verður þetta raunin í framtíðinni.Þá getur enginn talað um "pukur og leynimakk" eða "klíkuskap" eins og stundum hefur verið hvíslað um allt frá þeim dögum þegar Garðar og Ólöf Kolbrún réðu ríkjum.
Ég verð að taka fram að þrátt fyrir að ég hafi gagnrýnt stjórn Íslensku Óperunnar og óperustjórann Stefán Baldursson þá hefur hann sýnt kurteisi
í svörum sínum til mín eins og sæmir þroskuðum stjórnanda ,rökrætt málin og meira að segja sendi hann mér boð um prufusöng nú í desember.Takk fyrir það Stefán.
Auðvitað munu nokkrir tenorar koma til greina í hlutverk það sem ég vildi helst fá,Rodolfo.Það er tenorhlutverk þar sem helst þarf að geta sungið alla leið upp á háa C oftar en einu sinni (nema menn kjósi að lækka ) og auk þess þarf þó nokkurn raddþrótt og karlmennsku . Þó nokkur fjöldi tenora getur sungið "léttari" tenorhlutverk,án þess að henta í þetta. Svo er það einnig staðreynd að ennþá færri tenorar henta fyrir hlutverk Manricos í óperunni Il Trovatore,sem sumir telja að verði flutt í haust. Ég tel að ég sé einn af örfáum sem gæti sungið það,hef jafnvel sungið erfiðustu aríuna á tónleikum sem ég hélt haustið 2008 til styrktar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur "15 Háa Céa tónleika" þar sem ég gaf aðgangseyrinn mæðrastyrksnefnd.
La boheme er nokkuð auðveldari fyrir tenorinn að sumu leiti,hafi hann góða hæð.Hann þarf ekki að vera eins kraftmikill,en syngja ljúft og rómantískt á köflum. Ég setti nú um daginn Che gelida manina og O soave fanciulla á youtube,fyrir mig og aðra til að sjá / heyra hvernig ég syngi þessa dagana. Hafði þá sungið fyrir í Eldborgarsalnum fimm dögum fyrr.Ég er "karifrid" á youtube,ef einhver vill finna upptökuna og hlusta. Allavega er þarna samanburður við þann,eða þá sem munu syngja Rodolfo.Ég kann bæði hlutverkin.
Þetta blogg er sett inn til að sýna að ég get allt eins hrósað og gagnrýnt.
Það er almenn ánægja með Íslensku Óperuna þessa dagana og vonandi verður svo áfram.(Vonandi fæ ég svo enn fleiri störf við söng út á bloggið.Reyndar hafa youtube upptökurnar gefið mér slatta af söngstörfum,mest þó Rósin.)
Virðingarfyllst, Kári Friðriksson,tenorsöngvari. karifrid@hotmail.com Sími: 5640665/ 6910665
Bloggar | Breytt 5.7.2012 kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2011 | 00:28
Vonbrigði með Jonas Kaufmann.
Ég er tenorsöngvari og hef hlustað á tenora og þeirra söng árum saman. Það var með mikilli tilhlökkun sem ég fór á tónleikana með konu minni til að hlusta á heimsfrægan tenorsöngvara,sem syngur "hetjuhlutverk" í frægustu óperu og tónleikahúsum veraldar.Ég hef talsvert hlustað og horft á hann á youtube vefnum þar sem fjöldi sönglaga og aría með honum eru til sýnis.Almennt hefur mér fundist hann syngja margt vel og sumt virkilega "músíkalskt".Hann syngur gjarnan píanissimo og notar veika tóna oft virkilega fallega.Það er flott að geta gert þetta vel þegar það á við,en það er leiðinlegt þegar söngvarar nota veikan söng endalaust til að "spara sig" og taka helst ekki vel á því nema þeir neyðist til. Í sumum "kommentum" sem ég hef lesið á youtube hefur fólk haldið því fram að Kaufmann sé ekki með stóra rödd og heyrist illa í stærri húsum.Sumir gagnrýna tæknina (eða tæknileysið) og segja að hann verði fljótt "búinn". Ég hef ekki tekið mark á þessu fyrr en nú,hef verið ánægður með margt sem hann syngur,t.d. Ingemisco úr Requiem eftir Verdi.Fallegt piano og styrkleikabreytingar.Samt verð ég að segja að ég,sem sat á öðrum svölum ásamt konu minni og öðrum tenorsöngvara (sem heldur var ekki of sáttur við söng Kaufmanns) ég HEYRÐI ILLA í hetjutenornum.Ég sit nú við tölvuna,er að HLUSTA á ruv upptöku af tónleikunum.Þar heyrist MIKLU BETUR í söngvaranum,enda míkrafónar í grennd. Ég er ekki viss hvað veldur,kannski er Kaufmann bara með frekar litla rödd (þótt hann sé titlaður stórsöngvari).Kannski stóð hann OF AFTARLEGA,í raun dálítið inni í hljómsveitinni.Ég vona að þetta sé raunin,því það er hægt að laga það með því að láta söngvarann eða sólista með öðruvísi hljóðfæri standa framar.Ég er tilbúinn að mæta á æfingar hjá hljómsveitinni og gera með henni tilraunir um hvar söngvari ætti að standa til að það heyrist vel í honum. Kannski vantar bara reynslu hjá hljómsveitinni og fólki sem vinnur í kring um hana.Stjórnandinn stendur stutt frá sólistanum og veit ekki hvort hljómsveitin spilar of sterkt og drekkir honum.Einhver verður að sitja aftarlega í salnum og segja hvort allt heyrist vel.Ég allavega vonaðist til að heyra vel í söngvaranum og vonast til að stjórnandinn og allir í hljómsveitinni vilji það líka. Sumum finnst röddin í Kaufmann mjög falleg,öðrum ekki,en allavega hljómar hann ekki eins og það sem ég tengi við "tenorrödd".Talsvert baritonleg rödd,ekki mikið "ping" eða bjartur tenor hljómur OG mér fannst vanta kraft þar sem við átti...Hann hljómar mun betur í útvarpinu heldur en í mínu minni frá tónleikunum,svo að ég mundi verða hrifinn og halda að röddin sé "dökk og karlmannleg tenorrödd" Því miður heyrðist ekki þessi litur eða karlmannleiki þangað sem ég sat.Kannski ég verði að SLEPPA því að fara á tónleika og treysta á útvarpið... Ég vil beina því til söngvara sem munu syngja í Eldborginni að hugsa líka um fólkið sem situr aftan við miðju.Ef þið "sparið ykkur" svona mikið eins og Kaufmann gerði mun fólk sem situr þar ekki verða hrifið.Ég verð að segja það að mér fannst óþægilegt og "plebbalegt" hvað fólk klappaði mikið og jafnvel "stóð upp". Mér finnst að fólk eigi ekki að standa upp nema eitthvað sé FRÁBÆRT,sem þetta var EKKI,það sem ég heyrði. (Ég og tenorsöngvarinn sátum og létum ekki kúga okkur.)Ég verð að bæta því við að ég hef ALDREI áður farið á tónleika og fundist heimsfrægur söngvari EKKI vera betri "læv" heldur en á vídeói eða diski (plötu).Samuel Ramey,Paata Burchuladse,Jose Carreras (þegar hann var ungur) voru öll MIKLU betri í sal..... Tók líka eftir að Kaufmann söng ekki ú eða i á erfiðum stöðum. Í Toscu aríunni varð það "brona Floria" og Í Lehar varð það "wie wonderbar". Graal söngurinn : Sein Retter ,ekki Ritter. Auðvitað svindla sumir á texta,en yfirleitt ekki þeir bestu.Domingo og Pavarotti hef ég aldrei heyrt svindla á texta. NIÐURSTAÐA: Falleg og músíkölsk rödd,EF maður er nógu nálægt til að heyra,þrátt fyrir of mikið af veikum söng og "meintu kraftleysi /og /eða of sterkum leik hjá hljómsveit." Þarf að svindla á texta,ekki oft óhreinn og dregur ekki vel í þó ekki stærri sal en Eldborgin er.Betri í útvarpi og upptökum heldur en af nokkru færi í sal. "Míkrafónsöngvari?Það er spurningin " Vonandi vekja þessi skrif einhverja umræðu OG bjarga okkur frá frekari MISTÖKUM ef um þau hefur verið að ræða við uppstillingu söngvarans miðað við hljómsveit. Virðingarfyllst, Kári Friðriksson.
Mig langar að BÆTA VIÐ nú þremur árum seinna!
Ég talaði um að illa hefði heyrst í Kaufmann, en hann var FYRSTI SÖNGVARI sem ég heyrði í Hörpu.
Því miður þá er hann sá sem heyrst hefur einna best í, svona eftir á... Ég SAT reyndar aftarlega á öðrum svölum, sem ég hef alltaf passað mig á að gera ekki síðan. Sú staðsetning kann að hafa skemmt fyrir, en trúlega líka það hvað hann stóð mikið inn í hljómsveitinni....
ÞVÍ MIÐUR þá eigum við ekki marga söngvara sem HEYRAST VEL í Eldborg... Og þeir sem heyrast þeir "SLÁ Í GEGN" eins og t.d. Hallveig Rúnarsdóttir gerði.....
ÉG SKORA á óperustjóramnn og þá sem aðstoða hann að SITJA AFTARLEGA þegar þeir hlusta á einsöngvara sem eru að syngja fyrir því að þeir SEM SITJA AFTARLEGA vilja LÍKA HEYRA .
"Comprimario" söngvarar verða LÍKA að heyrast.....
Virðingarfyllst, Kári Friðriksson.
Konurnar tóku andköf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.6.2014 kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2010 | 00:44
Stjórnlagaþing,peningaeyðsla í kreppu!Fólk sveltur!
Ágætu íslendingar.
Hættum við þetta "Stjórnlagaþing". Nú þegar er búið að eyða 90 milljónum í "Þjóðfund" um stjórnarskrána. (Einn fundur kostaði allan þennan pening,hvað mun þetta kosta í allt ?) Við höfum horft upp á raðir lengjast eftir matarpokum hjá hjálparstofnunum.Við höfum séð tillögur um að loka ,draga saman og EYÐILEGGJA að mestu heilsugæslu víða um land.Svo á að eyða peningum í að láta nokkra tugi af íslendingum dunda sér við að breyta stjórnarskránni,til að auðvelda "Föðurlandssvikurum" að ná að selja fullveldi og frelsi þjóðarinnar fyrir "evru-baunadisk". Ég er því miður kunnugur fólki sem hefur farið í raðir eftir matarpokum og hef grátið yfir því að hafa séð móður horast niður til að reyna að láta barnið sitt hafa nóg að borða.Ég var kannski sá fyrsti sem ákvað að halda tónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd,hélt þá 2.nóvember 2008 í Fella og Hólakirkju.Því miður fékk ég nær enga fjölmiðlaumfjöllun þrátt fyrir að hafa sent fjölda fjölmiðla netpóst um málefnið. Ég segi að við skulum hætta við,eða fresta stjórnlagaþingi og nota peningana sem sparast,plús miklu meira til að láta sveltandi fólk fá MAT!!! Einnig væri rétt að draga 100 til 200 þúsund krónur á mánuði af þingmönnum og ráðherrum ,einnig þeim sem eru á eftirlaunum (ríflegum), til sömu mannúðarmála. Þingmenn urðu sér til ævarandi skammar fyrir ekki löngu fyrir að tryggja sjálfum sér góð eftirlaun og eiga samt stóra sök á hvernig nú er komið fyrir íslensku þjóðinni. Þeir ættu að standa með "alþýðunni" og búa sjálfir við skert kjör. Hannes Hólmstein,sem er forsprakki "frjálshyggjunnar" sem stóð fyrir því að einkavæða ríkisfyrirtæki og einka -(vina) -væða bankana ætti bara að REKA ÚR LANDI!!! Ég er sjálfur á móti því að ganga í ESB. Tel að þar séu ríkari þjóðir eins og Þjóðverjar , Frakkar og fleiri vel stæðir "mjólkaðar" til að styrkja aðrar lakar settar. Inn hafa flætt austantjaldsþjóðir,sumar mjög illa stæðar þannig að það mun BARA AUKAST!!.Einnig er ástandið ekki gott hjá Grykkjum,Írum, Spánverjum og fleirum. MEÐALTALS ATVINNULEYSI í ESB er ekki það sem við viljum . Þó nokkrar þjóðir hafa tekið EINHLIÐA upp aðra gjaldmiðla ,t.d. dollara,ef það er málið.... Við erum RÍK ÞjÓÐ,sama hvað hver segir.Framtíðin björt,ef við seljum okkur ekki. Orka,hreint vatn og fiskur er það sem við eigum,plús það að ef hitastig jarðar er hækkandi þá erum við með stór svæði sem við getum ræktað mat á .Hveiti,bygg,repju (olíu) og margt fleira.Sykurrófur,hafra,...Lín,(í föt og olíu). Epli,plómur,kirsuber... Fyrir "hrun" var áberandi að þrjár þjóðir í Evrópu voru EKKI í ESB. Þrjár RÍKUSTU ÞJÓÐIRNAR, Ísland,Noregur og Sviss. Mér fannst það stór stund þegar ég bakaði um daginn brauð úr ÍSLENSKU HVEITI! FRAMTÍÐIN ER BJÖRT!!
Kári Friðriksson,tenorsöngvari,kórstjóri og tónlistarmaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2010 | 19:29
Íslenska Óperan. - Tenor áskorun!
Ágæta óperu-áhugafólk.
Ég er tenorsöngvari,og einn af þeim sem alltaf hafa verið "næstbestir" eða hafa ekki fengið að syngja hlutverk í Íslensku Óperunni.Reyndar hef ég kunnað nokkur tenorhlutverk utanað,og hef getað verið "til vara" ef óperustjóri hefði kært sig um.Ég hef ekki gert veður útaf því að Jóhann Friðgeir Valdimarsson hafi verið tekinn fram yfir mig til að syngja Cavaradossi eða Turiddu,þó að ég hafi kunnað hlutverkin,hann hentar ágætlega í þau.Enda hefur hann sungið ennþá dramatískari rullur eins og Canio.Einnig Radames og hann sagðist vera að fara að syngja Lohengrin í viðtali þegar hann var að kynna tónleika sem kölluðust "Tenorarnir þrír" og voru haldnir í Háskólabíói í janúar síðastliðnum. Ef fólk fer inn á www.operabase.com þá getur það flett upp óperusýningum og skoðað hverjir eru að syngja víða um heim.Það getur fundið tenora sem eru að syngja Radames,Canio eða jafnvel Lohengrin,(sem er Wagner ópera) og fundið út hvað þeir eru að syngja um þessar mundir. Einnig er hægt að skoða hvað þeir sem syngja Hertogann í óperunni Rigoletto eru að syngja. Fólk mun sjá að menn syngja EKKI á sama tíma hlutverk Hertogans og fyrrnefnd hlutverk.Þau eru mun þyngri og dramatískari en hlutverk Hertogans liggur hinsvegar mjög hátt og alls ekki allir tenorar ráða við það. Þeir sem stjórna í Íslensku Óperunni virðast alls ekki vita þetta,sem flestir mínir söngkennarar hafa líka sagt um raddir,að þær þroskist frá léttum hlutverkum yfir í þyngri,en EKKI til baka.Mjög fáir ná t.d því að geta sungið Wagner hlutverk eins og Lohengrin.Þar þarf kraft og þol en ekki endilega mjög háa rödd. Jóhann Friðgeir hefur verið áberandi og sungið mikið hjá óperunni síðustu ár,hans rödd er nokkuð kraftmikil og með fallegan hljóm,en hann er hins vegar frekar þungur í hæðinni og er þekktur fyrir að LÆKKA sönglög og aríur.Einnig klifrar hann stundum,eða rennir sér upp á hæstu tóna,með viðkomu á öðrum neðar og það finnst mér allavega vera galli. Íslenska Óperan hefur því miður oft ekki gefið upp hvaða verk á að flytja fyrr en með mjög stuttum fyrirvara og þá oftast verið búið að ákveða hverjir syngja aðalhlutverk. Þetta er mjög þægilegt,ef fólk þar á bæ nennir ekki að hlusta á fullt af fólki sem vildi kannski "syngja fyrir" ef óperan gæfi upp prógramm ár fram í tíman eins og flest "alvöru óperuhús" gera.Talsverð óánægja er með þetta hjá sumum söngvurum,en fólk þorir ekki að kvarta af ótta við að "styggja" þá sem ráða. Ég frétti af tilviljun í maí, að það stæði til að setja upp óperuna Rigoletto eftir Verdi í vetur.Það er ein af mínum uppáhalds óperum og ég kann aðal tenorhlutverkið utanað,og ræð við hina háu legu.Það vill svo til að ég setti fyrir tæpu ári ALLAN TENORPARTINN úr Rigoletto inn á youtube undir nafninu "karifrid".Þetta er í nokkrum bútum og undirleikurinn er sinfoníuhljómsveit ítölsk,sem hefur gefið út og selt fullt af efni fyrir söngvara og hljóðfæraleikara.Rigoletto mínus Duca var það sem ég keypti,en einnig var til útgáfa án Rigoletto,án Gildu o.s.f.v. Fyrir utan þetta efni hef ég sett fjölmörg sönglög og aríur á youtube,t.d. Che gelida manina,Di quella pira,Non piangere Liu,Nessun dorma,O paradiso,Lultima canzone,Malia,La serenata,O sole mio,Draumalandið,Rósin,og fleira.Sumt með eigin undirleik á gítar,sumt með píanóundirleik Árna Ísleifssonar ,en flest með karaoke sinfoníuundirleik. Þessar upptökur eru gerðar með Samsung myndavél svo að hljómgæðin eru frekar slök.Samt heyrist að ég er tenor sem er með mikla og kraftmikla hæð.sem ekki þarf að lækka aríur nema síður sé.Hef ég t.d. gert nýja kadensu í lok aríunnar La donna e mobile,þar sem ég skrepp upp á Cís fyrir ofan Háa C. Einnig hef ég handskrifað O sole mio upp í As dúr,enda svo í "Corelli stíl" og fer upp á Háa C á síðustu nótu.Ég nota einnig oft O sole mio sem síðasta lag á Fjörukránni,þar sem ég syng fyrir matargesti nokkur kvöld í mánuði.Leik þá sjálfur undir á gítar. MISTÖK HJÁ ÓPERUSTJÓRANUM!Þegar ég frétti að stjórn óperunnar,eða óperustjórinn Stefán Baldursson öllu heldur ætlaði að láta Jóhann Friðgeir syngja hlutverk,sem ég allavega, tel að henti honum engan vegin og geti jafnvel skemmt röddina í honum,ákvað ég að láta til skarar skríða.Reyna að berjast fyrir því að fá að syngja Hertogann,sem ég tel henta mér mun betur en Jóhanni.Skoraði ég á óperustjórann að bera okkur saman,helst á tónleikapalli í stóru húsi.(Háskólabíói).Þar mundi heyrast að ég væri með miklu betri hæð og gæti sungið allt hlutverkið án þess að lækka neitt.(Eða renna mér og klifra upp á tóna.)Einnig er Íslenska Óperan að fara að komast í miklu stærra húsnæði en Gamla Bíó,svo að raddir sem hljóma frekar litlar fyrir þann sal munu ekki duga í Nýja Tónlistarhúsinu.(Þarna er ég ekki að tala um Jóhann Friðgeir). Af því að Stefán óperustjóri hefur ekki svarað (nema einu sinni) pósti frá mér,fór ég inn á heimasíðu óperunnar og fann netföng allra sem sitja þar í stjórn.Þar á meðal eru Diddú og Júlíus Vífill sem ættu að vita eitthvað um lögmál sönglistarinnar.Söngvari sem er búinn að syngja fullt af þungum dramatískum hlutverkum og jafnvel farinn að hanga örlítið neðan í tóni eins og má heyra í aríunni Celeste Aida,sem er á youtube.com með Jóhanni (frasinn "Celeste Aida" er einmitt mjög óhreinn.) Einnig má heyra í (annars ágætri upptöku) Recondita armonia að Jóhann hefur lært vel þá lista að "svindla á hæðinni" með því að fara snemma niður af háum tónum.Hlustið t.d. á e te-e bel ta-a þar sem farið er niður á næsta tón of snemma.Það eru ekki allir sem átta sig á þessu nema að vita um það.Þarna hljómar Jóhann glettilega vel,nema maður hafi ekki smekk fyrir svona svindli. Vill stjórn óperunnar að Stefán geri mistök í að ráða í hlutverk og láti "allt að því Wagner tenor" syngja hálýrískt hlutverk,sem gæti hugsanlega,ef illa fer bundið enda á söngferil hans. ENGINN úr stjórninni,og ekki heldur óperustjórinn svaraði E-mailnum frá mér,sem fjallaði um þetta efni.Þá ákvað ég að senda þeim framhaldsbréf,sendi einnig Jóhanni sjálfum áskorun um að mæta mér á tónlekum,helst í Háskólabíói,svo sjá mætti hver hentaði betur í hlutverk Hertogans,og í raun til að SANNA að hann GETI sungið hlutverkið. Ég "meðfram sendi" þetta á fullt af frétta og fjölmiðlamönnum. ENN ekkert svar. Engin fréttastofnun nema Bylgjan sýndi þessu áhuga og mætti þó teljast FRÉTTNÆMT að skorað sé á einn frægasta tenor landsins og einnig að Íslenska Óperan sé loksins gagnrýnd. Það er ekki eins og sé verið a ráðast á einhvern aumingja að skora á Jóhann að "sanna sig " eða keppa um hlutverkið við mun ófrægari tenor.Hann verður auðvitað að syngja þetta í vetur,en þá hefur hann ekki (hinn hættulega?) samanburð við Háa Cés tenor eins og mig. Bylgjan tók sem sé viðtal í morgunþætti og Heimir sagði eitthvað á þá leið við mig að hann vildi ekki taka þátt í að þagga þetta niður. Ég fékk nokkur viðbrögð við þessu,EKKI frá Jóhanni eða Íslensku Óperunni,en sumir sögðu að nú mundi ég örugglega ALDREI fá að syngja í Íslensku Óperunni.Þessu yrði ekki gleymt.Ég sagði að kannski væri það rétt,um ÞENNAN óperustjóra.Ekki nennti ég að þegja um svona "misráðningu" þrátt fyrir að einhverjir gætu móðgast.RÖKIN hjá mér eru góð.Ég frétti að Hamborgaróperan (minnir mig) vildi ráða Jóhann Friðgeir til sín.Þar mundu þeir örugglega ekki láta hann syngja í Rigoletto. Staðreyndin er sú að söngvarar hafa eyðilagt raddir sínar á að syngja vitlaus hlutverk,sumir til frambúðar.Fræg er saga af Mario Del Monaco,sem er einn frægasti dramatíski tenor allra tíma.Hann lenti hjá kennara í Rómar óperustúdióinu sem lét hann syngja allt of "létt" hlutverk svo að hann,sem var búinn að byggja upp mjög öfluga rödd lenti í miklum raddvandamálum.Loks fór hann til gamla kennarans sem gat leiðrétt vandann. Vonandi lendir Jóhann ekki í því sama,ef hann syngur Hertogann,samt er það dálítil áhætta,og hann ætti að hugsa út í það að EF hann blómstrar sem Wagner tenor eru peningamálin á uppleið hjá honum. Þó að ég segi frá því að Jóhann sé að lækka lög og aríur er það ekki til að gera lítið úr honum,röddin hans er svona,en samt finnst flestum hann flottur.Ég get nefnt aðra tenora sem lækka lög,t.d. Stefán Helga Stefánsson,hann á ekki rödd upp fyrir A,en er með eina fallegustu tenorrödd á Íslandi.Ég var einmitt að spjalla við hann um daginn (m.a. um Jóhann),en sagði svo við hann að mér þætti hann með mjög fallega rödd og teldi að hann ætti að æfa Mozart aríur og syngja fyrir hjá óperunni. Algengt er reyndar að Háa Cés aríurnar Di quella pira og Che gelida manina séu lækkaðar um hálfan tón,þótt Ferraro kennari minn á Ítalíu segði mér að ítalir lækkuðu helst ekki.Þegar La Boheme var flutt í Þjóðleikhúsinu var einhver rígur á milli "Garðars manna" og "Kristjáns manna",Garðar átti víst að taka lægri útgáfuna en Kristján syngja upp á C.Ég sá því miður ekki þær sýningar. Garðar söng reyndar Hertogann á nokkrum sýningum þegar Íslenska Óperan flutti Rigoletto 1990.Þá hafði hann sungið hlutverk Canio um vorið en einnig Il Trovatore og Radames áður.Hann var þá slétt fimmtugur og var ekki að blómstra eins sem Hertogi og í hinum rullunum.Hann var orðinn óþarflega þungur og dramatískur fyrir Hertogann.Ég var að vinna á textavél þá,og sá allar sýningarnar.Að lokum fékk óperan tenora frá útlöndum til að syngja seinni sýningarnar. Þegar kom í ljós að allir hjá Íslensku Óperunni ætluðu að þumbast við og þegja og reyna að þagga þetta allt niður,og enginn viðbrögð komu frá þeim og enginn frétta né blaðamaður hafði heldur áhuga á að fjalla um málið þá ákvað ég að skrifa sjálfur grein,skammast ögn út í óperustjórann og stjórn óperunnar og SKORA opinberlega á Jóhann Friðgeir að syngja með mér á tónleikum.Við mundum syngja næstum allt hlutverk Hertogans og svo mundi koma í ljós hvort hann ráði við hlutverkið og einnig hvort ég sé ekki betur hæfur,með mína öruggu hæð,að syngja heldur en hann. Ég skrifaði grein og sendi fyrst í Fréttablaðið,eftir ítrekun kom loks svar um að þeir vildu ekki birta greinina.Mér fannst það ekki mikil lýðræðisást og frekar lélegt að hjálpa ráðandi tónlistarvaldastétt að sleppa við gagnrýni og auðvitað Jóhanni að sleppa við svo víðlesna áskorun sem þarna hefði orðið.Fréttablaðið er auðvitað margfrægt fyrir að hafa á einkar hlutdrægan hátt aðstoðað eigendur sína í gegnum árin. "Baugsmiðill" og lifir á auglýsingum ,svo að kannski var nóg að Íslenska Óperan og hugsanlega einhver vinveitt stórfyrirtæki hótuðu að auglýsa ekki nema blaðið tæki þátt í að þagga mig niður. Allavega gerði ég stöku um þá,í pirringi yfir að minn lýðræðislegi réttur til að "rífa kjaft" var ekki virtur . Löngum þeir guma af lýðræðisást- ég leyfi mér bara að segja,- að Fréttablaðsmönnum er skömminni skást- að skammast sín bara og þegja. Nú hef ég sent Morgunnblaðinu grein um þetta mál titlaða "Íslenska Óperan.-Tenor áskorun! Vonandi sjá þeir fréttagildið í þessu. EF fólki hjá Íslensku Óperunni finnst ég lélegur söngvari og alls ekki hæfur til að syngja aðalhlutverk af neinu tagi þá ætti nú ekki að vera hættulegt að svara svona gagnrýni með því að láta okku Jóhann syngja báða á sama stað aríur úr Rigoletto. Óperustjórinn fékk bréf frá mér haustið 2008 þar sem ég sagðist geta verið til vara þar sem ég kynni Turiddu utanað,ef annar væri veikur,Kristján eða Jóhann.Sagði ég að ég væri í námi hjá David Bartleet,sem margir íslendingar hafa skroppið til í tíma,m.a. Garðar Thor,Gunnar Guðbjörns og Júlíus Vífill.Sagði David mér þá að hann þekkti "engan tenor á Íslandi sem gæti keppt við mig í hæðinni." Var ég all ánægður með það og sagði Stefáni að ég vildi gjarnan syngja á tónleikum með tenorum sem væru að syngja við óperuna og HELST að þemað væri Háa C. Ekki fékk ég svar við þessari áskorun,en hann notaði þessa ágætu hugmynd um tenoratónleika og skömmu síðar sungu fjórir tenorar á tónleikum í Gamla Bíói. Það var kannski ekki fallega gert að skora á tenora að syngja á tónleikum með mér,þar sem þeir yrðu að syngja eitthvað sem færi upp á Háa C. Það er í raun bara Garðar Thor sem ég hef heyrt syngja Háa C (og jafnvel hærra) síðari ár. Flottasta Céið heyrði ég fyrir mörgum árum hjá Ólafi Árna Bjarnasyni,hann var þekktur fyrir góða hæð. Þegar ekki tókst að fá að syngja hjá óperunni á tónleikum með öðrum tenorum "samkeppnis-tónleikum" þá ákvað ég að syngja bara einsöngstónleika. Í nóvember 2008 hélt ég styrktartónleika fyrir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur,"15 Háa Céa tónleika" og gaf allan aðgangseyrinn.Árið eftir fór ég um landið,söng 7 tónleika þar sem gjarnan var skroppið upp á Háa C og gaf 1/3 aðgangseyris til góðgerðarmála. ÞVÍ MIÐUR voru fjölmiðlar ansi lokaðir fyrir umfjöllun um þessa tónleika,þrátt fyrir glæsilega efnisskrá og að góð málefni fengju hlut.Mega þeir hafa skömm fyrir.Það er því miður þannig að SAMA fólkið er aftur og aftur í fréttunum en aðrir komast ekki að. Þetta er að verða dálítið langt blogg,en ég gæti nú átt eftir að bæta við seinna. Sumir segja við mig að ég ætti að fá mér betri græjur til að taka upp það sem ég er að setja á www.youtube.com þar sem ég er með slatta af tónlist.Ég segi að það geri ég þegar ég á meiri pening og kreppunni linnir.Ég er samt alltaf að fá eitt og eitt "job" út á það. Ég kann auðvitað slatta af íslenskum lögum sem ég get sungið á skemmtunum t.d. Rósin,Draumalandið,Hamraborgin,Draumur hjarðsveinsins,Þú eina hjartans yndið mitt,Í fjarlægð o.f.l. Samt syng ég oftast La donna e mobile,O sole mio,Be my love,Torna a Surriento og Nessun dorma. Einhver spurði mig í sambandi við þetta hverjir kæmu til greina ef Jóhann bakkaði út og hætti við að syngja Hertogann.Ég sagði auðvitað að ég kæmi til greina þar sem ég kann hlutverkið,hef kraft og hæð fyrir það og Garðar Thor og Gissur Páll væru með talsvert minni rödd heldur en ég,þó að þeir væri meiri karakterar sem lýrískir eða leggero tenorar heldur en Jóhann.Ef ég á að segja mína meiningu um þá þrjá,Jóhann Friðgeir,Garðar Thor og Gissur Pál þá er það eitthvað á þá leið að Jóhann er með stærstu og hljómmestu röddina þótt hann vanti meiri hæð.Garðar Thor hefur hæð,er svolítið klemmdur á köflum og röddin varla nógu stór og karlmannleg fyrir Hertogan, hann er reyndar mesta "krúttið" á sviði.Gissur Páll er með tæknilega bestu röddina,hún er ekki stór en maður er ekki að heyra galla í söngnum sem maður heyrir hjá hinum,þegar maður hefur hlustað svo mikið sem ég.Hef reyndar ekki heyrt hann syngja hærra en upp á Bb,svo ég veit ekki hvort hann getur sungið La donna e mobile af glæsibrag,eða hvort hann tekur Háa Desið í dúettinum.Hef heyrt hann syngja Ingemisco virkilega fallega,þó ég sé örugglega að syngja talsvert stærri Bb þar en hann. Mér finnst auðvitað að best sé að heyra alla í sama sal,helst stórum vegna komandi flutnings óperunnar í nýtt og mun stærra húsnæði.Vonandi verða þar fluttar óperur eins og Il trovatore og Un ballo,(sem ég kann báðar) og kannski Turandot. Við þá sem eru óánægðir með það að ég sé að gera þessi læti,skora á Jóhann o.s.f.v. þá segi ég: Fólk heyrir ekki hvað ég er orðinn góður nema "læv".Upptökurnar eru ekki að sýna mitt besta,ég er miklu betri í sal. Stórfyrirtæki sem vilja spennandi atriði með smá "samkeppni" á árshátíðarnar sínar geta pantað okkur Jóhann Friðgeir og beðið um lög eins og O sole mio (sem hann syngur í F dúr en ég í As dúr,einum og hálfurm tón hærra.)La donna e mobile,Nessun dorma sem hann syngur lækkað en ég ekki. Auðvitað má einnig panta einhvern hinna til samanburðar. Íslenska Óperan á ekki að vera klíka heldur opin fyrir nýjum röddum sem vilja keppa við þær sem fyrir eru. EKKI laumupúkast með hvað á að gera á næstunni.Fólk vill vita hvað á að flytja helst meira en ár fram í tíman. LISTAMENN eins og söngvarar verða alltaf að vera að SANNA SIG. Það mun ekki auka virðingu annara fyrir manni að svara ekki gagnrýni,svara ekki bréfum og netpósti og þykjast vera yfir það hafinn að mæta áskorunum annara. Fullt af fólki veit nú þegar um þessa TENOR-ÁSKORUN og það kemur bara illa út fyrir alla sem hafa reynt að þegja og snúa upp á sig. Þó nokkuð margir hafa heyrt mig syngja í gegnum árin bæði á tónleikum,á Fjörukránni,þar syng ég mest þjóðlega tónlist en reyni einnig að halda uppi "brekkustemmingu" fyrir hópa sem þannig eru stemmdir.Slatti af fólki hefur einnig séð mig á www.youtube.com (Hátt í 30 þúsund síðast þegar ég gáði.) Þó að sumum finnist ég kannski vera klikkaður að ráðast svona á "kerfið" þá dást aðrir að mér fyrir hugrekkið og segjast vona að þetta muni verða til að betri tímar renni upp hjá Íslensku Óperunni og hún verði ekki umtöluð fyrir klíkuskap og leynimakk. Ég vona allavega að einhverjir lesi þetta blogg,og auðvitað greinina í Mogganum þegar (ef) hún birtist. Það er ekki ætlun mín að særa neinn með þessum skrifum,ég tel þau vel rökstudd og ef einhver hefur eitthvað að segja um að ég sé "ekki í sama klassa" og sumir aðrir söngvara þá segi ég bara. Syngjum saman,dæmum eftir frammistöðu á sama tónleikapalli,heiðarlega samkeppni en ekki klíku.
Virðingarfyllst, Kári Friðriksson tónlistarmaður. Reyjavíkurvegi 36, 220 Hafnarfirði.
Sími: 6910665 karifrid@hotmail.com (Á youtube , karifrid.)
Bloggar | Breytt 27.12.2011 kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.1.2010 | 21:42
Varðhundar valdsins,FRÉTTAMENN Á RUV og víðar.
Ég hef oft áður pirrað mig á valdaþjónkun fréttamanna sem birta bara það sem "á að birta". Þegja aðrar skoðanir í hel,því sem næst og eru allavega að mínu mati mjög hlutdrægir á köflum. Þetta hefur í mörg ár verið áberandi í allri Evrópu umræðu og þeir sem tala fyrir frjálsu Íslandi fá mun minni tíma og athygli hjá fjölmiðlum.(Það á einhver eftir að skrifa doktorsritgerð um það eftir nokkur ár.) Það síðasta sem stakk mig hjá fjölmiðlum var fréttaflutningur að kvöldi dags þegar forsetinn hafði vísað Icesave lögunum til þjóðarinnar. Margir menn (flest karlmenn,en það er nú efni í annað blogg) komu í viðtal en ENGINN af þeim sem stóðu fyrir undirskriftasöfnuninni góðu eða hafa talað á móti því að við eigum að borga. Ég skora á t.d. fjölmiðlafræðinga og fleiri að fylgjast með og skrá hjá sér staðreyndir um hlutdrægni og einsleitan fréttaflutning. Fjölmiðlar voru líka bestu vinir útrásarvíkinganna og sýndu "viðskiptahetjurnar" í rómantísku ljósi og spurðu aldrei (sjaldan) óþægilegra spurninga. Reyndar keyptu sumir sér fjölmiðla til að geta bætt ímyndina og tókst að heilaþvo part af þjóðinni og jafnvel dómara.(Nema þá að 300 miljónir hafi þurft til). Ég er nú svo illa innrættur að detta í hug að þegar mjög vönduð mál á hendur ríkustu manna þjóðarinnar verða að engu fyrir dómi hafi einhvers staðar færst til peningar.Ef það hefur gerst,þá er óskandi að það komist upp. Það eru til gögn um tekjur fólks mörg ár aftur í tíman og víða erlendis er rannsakað þegar fólk virðist hafa mikil fjárráð,hvort tekjur hafi verið í samræmi við það. Verði þetta framtíðin,munu sumir þeir sem berast mikið á en hafa "vinnukonuútsvar"ekki eiga von á góðu. Jæja,þetta losar aðeins um gremjuna yfir ástandinu,ég ætla ekki að kaupa rauða málningu.Vonandi á Íslenskt þjóðfélag eftir að batna í framtíðinni og við læra eitthvað jákvætt. Kári.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2009 | 16:15
Áramótakveðja.
Óska vil ég árs og friðar,
öllum sem ég þekki,hér.
Elfa tímans áfram niðar.
Íslands framtíð byggjum Vér!
Kveðja,Kári Friðriksson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2009 | 12:12
Fréttamenn,skrýtið fréttamat,þöggun,auðvaldsþjónkun.
Ég hef stundum reynt,að koma málum í fjölmiðla,oftast með litlum árangri.Mál sem ég hef talið að skiptu þjóðina miklu hafa ekki vakið athygli frétta og blaðamanna sem ég hef sent e-mail um þau. Þegar ég kærði Fjölskyldu og styrktarsjóð fyrir jafnréttisbrot á KARLMÖNNUM þá hafði enginn áhuga.Þetta er mál númer 10 árið 2003 hjá Kærunefnd jafnréttismála. Kærunefndin taldi að ég hefði rétt fyrir mér og það væri jafnréttisbrot að sjóður borgaði konum en ekki körlum styrk í fæðingarorlofi. Þarna voru K.Í ,B.H.M og B.S.R B. plús atvinnurekendur á móti með sína lögfræðinga.Sjálfsagt hafa blaðamenn (ef þeir hafa athugað málið) talið að svo stórar stofnanir og valdablokkir mundu hafa rétt fyrir sér.(Og þannig virkað eins og "varðhundar valdsins")Annað dæmi: Í fyrra hélt ég styrktartónleika fyrir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og lét allan aðgangseyri renna til hennar. Sendi ég tilkynningu um tónleikana á öll blöð og fréttastofur sem mér datt í hug,skoraði á fjölmiðla að leggja mér lið svo fleiri mundu vita um tónleikana og vonandi mæta. Ég réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur heldur auglýsti"15 háa C éa tónleika" .Ég er tenorsöngvari og lagði í þá hættu að syngja nokkrar aríur sem fara upp á hið ógnvænlega HÁA C,sem flestir tenorar hræðast. Þrátt fyrir gott málefni og spennandi tónleika.(Alltaf spennandi að vita hvort tenorinn springur) þá var næstum ALGERT ÁHUGALEYSI hjá frétta og blaðamönnum. Aðeins DV og Fjarðarpósturinn tóku viðtal við mig. Þó ég sé ekki frægur eins og Kristján Jóhannsson,Jóhann Friðgeir Valdimarsson eða Garðar Thor Cortes þá er samt merkilegt að syngja svona prógramm og einnig ekki vanþörf á að styrkja mæðrastyrksnefnd. Þeir sem ekki eru "inn" eru Þaggaðir niður. Þessir þrír tenorar hefðu ekki getað sungið þetta prógramm sem ég söng,nema kannski Garðar,hann er með mikla "hæð". Samt er hann nú sennilega með talsvert minni rödd en ég. Það kæmi auðvitað best í ljós ef við syngjum á sömu tónleikum.Svo er annað merkilegt og það er að þrátt fyrir að ég hengdi upp auglýsingar um tónleikana í ÖLLUM söngskólum í bænum kom EKKI einn einasti söngnemi til að hlusta hvort hægt væri að syngja þetta erfiða prógramm,með öllum þessu háa Céum. M.a. aríuna "Pour mon ame" úr Dóttir herdeildarinnar eftir Donozetti en í henni verður tenorinn að syngja NÍU SINNUM upp á C. (Garðar Thor söng hana á Proms tónleikunum um daginn,það var hægt að hlusta á það í útvarpinu ,þá er það fréttnæmt.) Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er að ég sendi fjölmiðlum bréf vegna Sunlife/Axa fyrirtækisins breska,sem sendi mér "gúmmítékka" um daginn. ÞÁ STÓÐ EKKI á fjölmiðlum að taka viðtöl. Mér finnst nú hitt skipta meira máli.Tek það fram að Sunlife skuldar mér ennþá næstum 60 þúsund og hefur gert í marga mánuði. Ég hætti hjá þeim eftir að hafa sparað í tíu ár.Fékk útborgaðann sparnaðinn,(til að reyna að borga skuldir mínar.) Nokkrum mánuðum seinna gera þeir þau mistök að fara að taka af kreditkortareikning mínum sparnað,eins og áður,hafði fengið bréf frá þeim með uppgjöri og var hættur að spara þar. Þeir eru ekki enn búnir að endurgreiða mér.Hafa meira að segja sent peninga í banka sem ekki er til og síðan gúmmítékka. Þetta er nú mál sem er ekki jafn mikilvægt og jafnréttisbrot eða það að reyna að halda styrktartónleika. Ég man nú líka eftir fréttaflutningi "Baugsmiðlanna" af málum þeirra feðga,sem var nú á köflum hlægilegur og ekki til þess fallinn að auka virðingu fyrir frétta og blaðamönnum.(Þetta voru "varðhundar auðvaldsins" eins og sagt var "í den").Verð að segja að fréttamenn eiga að gæta hlutleysis og sjá um að fleiri en ein hlið á máli komi fram,t.d. í umræðunni um ESB.(Ég er á móti). Einnig ekki alltaf að vera að sleikja upp ríka og fræga fólkið. Það liggur við að maður segi,þegar maður hittir blaðamann,"og hver á þig væni". Ég skora hér með á "frjálsa og óháða" fjölmiðla að standa sig betur í framtíðinni. Þeir eiga sína sök með gagnrýnislausri umræðu síðari ára,á meðan öllu var siglt í strand. Kveðja,Kári Friðriksson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2009 | 12:48
Peningar geta haft áhrif gegn UMSKURÐI KVENNA og BARNAÞRÆLKUN.
Ég setti blogg um daginn á vefinn og talaði fyrir viðskiptaþvingunum gegn þjóðum sem misbjóða konum,umskera þær t.d. Ég vil heldur EKKI KAUPA VÖRUR sem framleiddar eru með barnaþrælkun. Mér finnst það uppgjöf og í raun viðurkenning á ástandinu eins og það er að "kaupa börn úr ánauð" Það á að mótmæla bæði umskurði á konum,sem er stórglæpur og einnig barnaþrælkun. Indverjar t.d. eru að senda upp geimför og eiga kjarnavopn. Svoleiðis stórþjóðir eiga ekki að láta barnaþrælkun líðast. Ég kaupi stundum "fair trade" kaffi,þótt ég velji nú reyndar oftast íslenskt Braga kaffi,svartan Rúbín. Drekk íslenskan bjór o.f.l. til að styrkja íslenskan iðnað,uppáhaldið er Premium. Kaupi ALLS EKKI vörur frá Egyptalandi eftir að ég las í Mogganum að 97 % kvenna þar væru umskornar. Kaupi ekki vörur frá Indlandi nema vera nokkuð viss um að ekki hafi verið farið illa með fólk . Ég sver að ég HEF ALDREI keypt McDonald´s hamborgara á Íslandi,frétti að eigendur hefðu reynt að svína á ungmennum og borga þeim MINNA en lágmarkskaup.Það var stöðvað af verkalýðsfélögum,en síðan versla ég ekki við drullusokka. Væri til í að standa með mótmælaspjald hjá fyrirtækjum sem þekkt eru af svínslegri framkomu við fólk. VERUM VIRK. Okkar viðskipti geta verið til góðs. Verslum ekki við þá sem kúga aðra. Kári Friðriksson.
Bloggar | Breytt 21.10.2009 kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Kári Friðriksson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar