Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

FRAMTÍÐARSÝN 2014. Ljóð um framtíðarmöguleika okkar þjóðar,(sem eru góðir).

    Framtíðarsýn 2014.

Vind og sjó hér virkja þarf, 

vel þá orku nýta.

okkar bíður ærið starf,

ættum minna að kíta.

 

Finna þurfum fleira en ál,

farsælt mun það vera.

Það er ekki mikið mál,

margt er hægt að gera.

 

Hérna næring út um allt,

er í " þangi falin".

Hana að selja´er harla snjallt,

hún er "meinholl" talin.

 

"Sjálfs er höndin hollust þín"

hana að nota, gaman.

Okkar bíður framtíð fín,

fögnum henni saman.

 

Verum ei með "hlekki´um háls"

höldum siðum góðum.

Lifum hér í friði, frjáls,

fyrir öðrum þjóðum.

 

Ég skrifaði þetta inn á Facebook áðan vegna ummæla þar,

næstum án þess að stoppa, þetta "rann svo létt" upp

úr mér.....

ÞAÐ ER FRAMTÍÐ hér á landi......(Þessu MÁ deila.....)


Finn týnda hluti með pendúl. Spáði rétt um fjóra síðustu landsleiki í fótbolta.

Ágætu lesendur.      Pendúlar hafa í gegn um tíðina verið notaðir af sumum

til að spá fyrir um atburði og einnig til að finna hluti.   Ég kynntist konu, sem spáði rétt fyrir

barneignum mínum með því að halda gullhring mínum í spotta  yfir lófa mínum og spyrja um

hvað ég ætti eftir að eignast mörg börn, og af hvaða kyni þau yrðu.

Nokkuð er síðan að ég fór að fikta við pendúla, keypti mér fyrst kristal og batt utan um hann

en fékk síðan annan gefins seinna. Þetta eru EKKI 100% spár, en það er merkilegt hvað margt

hefur reynst rétt. Spáði t.d. RÉTT um sigur,tap eða jafntefli í síðustu fjórum landsleikjum Íslands

í knattspyrnu karla. Birti bæði spárnar á Facebook OG sagði fjölda fólks hverju ég spáði, í vinnunni.

Í fyrradag ákvað ég að prófa pendúlinn við leit af hlut,(bjöllu) sem vantaði í spili sem við eigum.)

Spurði fyrst: Er bjallan inni í stofu? Nei. Er hún inni í svefnherbergi eldri drengsins ? Já. Er hún á

gólfinu, undir rúminu ? (Sem er mjög algengt....) Nei. Er hún kannski í bara í hillunum ? (Sem búið

var að "leita" í áður að sögn ). Já !   Bjallan VAR ÞAR . Ég fann hana STRAX !

VAR ÞETTA SPÁ ? Var þetta kannski bara ágiskun hjá reyndu foreldri ? 

Fólk getur verið ósammála um það, en ég ætla, opinberlega, að bjóðast til að PRÓFA að FINNA

TÝNDA HLUTI með aðstoð PENDÚLS  fyrir fólk . Einnig að spá fyrir fólki, þar sem svarið verður nei, já

eða veit ekki. ( Þetta verður fyrir hóflegt gjald. )Gaman væri að heyra (lesa) sögur um árangur 

annara af slíku.


Virðingarfyllst, Kári Friðriksson, sími 6910665

 

 


Áramótakveðja.

Óska vil ég árs og friðar,

öllum sem ég þekki,hér.

Elfa tímans áfram niðar.

Íslands framtíð byggjum Vér!

         Kveðja,Kári Friðriksson.


Flugvöllinn um kjurt,hundruð mannslífa í húfi.

Ég las grein eftir Gísla Martein Baldursson um flugvallarmálið um daginn.Hef ætlað að skrifa um það síðan.Hann var svo ó-orðheppinn að nota orðis "lífsspursmál" um nauðsyn þess að færa flugvöllin,eða leggja hann niður.Nota Keflavíkurflugvöll og leggja kannski járnbraut þaðan til Reykjavíkur. LÍFSSPURSMÁL getur verið fyrir veikt eða slasað fólk að komast sem fyrst á spítala.  Ég hef lesið greinar eftir lækna og sjúkraflutningamenn sem telja að á hverju ári munu tapast mannslíf ef ekki er hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli.Talan þrjú til fjögur á ári var held ég nefnd. Af því að þjóðin er að eldast og reyndar að fjölga væri hærri talan kannski nærri sanni. Nú mun Gísli Baldur hugsanlega geta lifað í 50 ár í viðbót. Á þeim tíma gætu 4 X 50 mannslíf tapast  ef honum verður af ósk sinni um að flugvöllurinn verði lagður niður.(Til að geta stækkað 101 snobbsvæðið aðeins og aukið á umferðarkaosið .) Ætlar Gísli Baldur að mæta í 200 jarðarfarir hjá fólki sem dó vegna þess að tíminn sem tók það að komast á "hátæknisjúkrahús" var of langur. Hann getur þá beðið aðstandendur afsökunar á að hafa staðið fyrir því að þessi tími lengdist. Kannski á hann sjálfur eða einhver honum tengdur eftir að vera í þessum hópi. HVER MÍNÚTA getur skipt máli,munum það.    

                                                    Kári Friðriksson.


Um bloggið

Kári Friðriksson

Höfundur

Kári Friðriksson
Kári Friðriksson
Tónlistarmaður,tenorsöngvari,trúbadúr,kórstjóri og tónmenntakennari.Yrkir ljóð,semur lög og stundar kraftlyftingar til að slaka á.Giftur og á þrjú börn.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband