Vonbrigði með Jonas Kaufmann.

Ég er tenorsöngvari og hef hlustað á tenora og þeirra söng árum saman. Það var með mikilli tilhlökkun sem ég fór á tónleikana með konu minni til að hlusta á heimsfrægan tenorsöngvara,sem syngur "hetjuhlutverk" í frægustu óperu og tónleikahúsum veraldar.Ég hef talsvert hlustað og horft á hann á youtube vefnum þar sem fjöldi sönglaga og aría með honum eru til sýnis.Almennt hefur mér fundist hann syngja margt vel og sumt virkilega "músíkalskt".Hann syngur gjarnan píanissimo og notar veika tóna oft virkilega fallega.Það er flott að geta gert þetta vel þegar það á við,en það er leiðinlegt þegar söngvarar nota veikan söng endalaust til að "spara sig" og taka helst ekki vel á því nema þeir neyðist til. Í sumum "kommentum" sem ég hef lesið á youtube hefur fólk haldið því fram að Kaufmann sé ekki með stóra rödd og heyrist illa í stærri húsum.Sumir gagnrýna tæknina (eða tæknileysið) og segja að hann verði fljótt "búinn". Ég hef ekki tekið mark á þessu fyrr en nú,hef verið ánægður með margt sem hann syngur,t.d. Ingemisco úr Requiem eftir Verdi.Fallegt piano og styrkleikabreytingar.Samt verð ég að segja að ég,sem sat á öðrum svölum ásamt konu minni og öðrum tenorsöngvara (sem heldur var ekki of sáttur við söng Kaufmanns) ég HEYRÐI ILLA í hetjutenornum.Ég sit nú við tölvuna,er að HLUSTA á ruv upptöku af tónleikunum.Þar heyrist MIKLU BETUR í söngvaranum,enda míkrafónar í grennd. Ég er ekki viss hvað veldur,kannski er Kaufmann bara með frekar litla rödd (þótt hann sé titlaður stórsöngvari).Kannski stóð hann OF AFTARLEGA,í raun dálítið inni í hljómsveitinni.Ég vona að þetta sé raunin,því það er hægt að laga það með því að láta söngvarann eða sólista með öðruvísi hljóðfæri standa framar.Ég er tilbúinn að mæta á æfingar hjá hljómsveitinni og gera með henni tilraunir um hvar söngvari ætti að standa til að það heyrist vel í honum. Kannski vantar bara reynslu hjá hljómsveitinni og fólki sem vinnur í kring um hana.Stjórnandinn stendur stutt frá sólistanum og veit ekki hvort hljómsveitin spilar of sterkt og drekkir honum.Einhver verður að sitja aftarlega í salnum og segja hvort allt heyrist vel.Ég allavega vonaðist til að heyra vel í söngvaranum og vonast til að stjórnandinn og allir í hljómsveitinni vilji það líka. Sumum finnst röddin í Kaufmann mjög falleg,öðrum ekki,en allavega hljómar hann ekki eins og það sem ég tengi við "tenorrödd".Talsvert baritonleg rödd,ekki mikið "ping" eða bjartur tenor hljómur OG mér fannst vanta kraft þar sem við átti...Hann hljómar mun betur í útvarpinu heldur en í mínu minni frá tónleikunum,svo að ég mundi verða hrifinn og halda að röddin sé "dökk og karlmannleg tenorrödd" Því miður heyrðist ekki þessi litur eða karlmannleiki þangað sem ég sat.Kannski ég verði að SLEPPA því að fara á tónleika og treysta á útvarpið... Ég vil beina því til söngvara sem munu syngja í Eldborginni að hugsa líka um fólkið sem situr aftan við miðju.Ef þið "sparið ykkur" svona mikið eins og Kaufmann gerði mun fólk sem situr þar ekki verða hrifið.Ég verð að segja það að mér fannst óþægilegt og "plebbalegt" hvað fólk klappaði mikið og jafnvel "stóð upp". Mér finnst að fólk eigi ekki að standa upp nema eitthvað sé FRÁBÆRT,sem þetta var EKKI,það sem ég heyrði. (Ég og tenorsöngvarinn sátum og létum ekki kúga okkur.)Ég verð að bæta því við að ég hef ALDREI áður farið á tónleika og fundist heimsfrægur söngvari EKKI vera betri "læv" heldur en á vídeói eða diski (plötu).Samuel Ramey,Paata Burchuladse,Jose Carreras (þegar hann var ungur) voru öll MIKLU betri í sal..... Tók líka eftir að Kaufmann söng ekki ú eða i á erfiðum stöðum. Í Toscu aríunni varð það "brona Floria" og Í Lehar varð það "wie wonderbar". Graal söngurinn : Sein Retter ,ekki Ritter. Auðvitað svindla sumir á texta,en yfirleitt ekki þeir bestu.Domingo og Pavarotti hef ég aldrei heyrt svindla á texta. NIÐURSTAÐA: Falleg og músíkölsk rödd,EF maður er nógu nálægt til að heyra,þrátt fyrir of mikið af veikum söng og "meintu kraftleysi /og /eða of sterkum leik hjá hljómsveit." Þarf að svindla á texta,ekki oft óhreinn og dregur ekki vel í þó ekki stærri sal en Eldborgin er.Betri í útvarpi og upptökum heldur en af nokkru færi í sal. "Míkrafónsöngvari?Það er spurningin " Vonandi vekja þessi skrif einhverja umræðu OG bjarga okkur frá frekari MISTÖKUM ef um þau hefur verið að ræða við uppstillingu söngvarans miðað við hljómsveit. Virðingarfyllst, Kári Friðriksson.

Mig langar að BÆTA VIÐ nú þremur árum seinna!  
Ég talaði um að illa hefði heyrst í Kaufmann, en hann var FYRSTI SÖNGVARI sem ég heyrði í Hörpu.
Því miður þá er hann sá sem heyrst hefur einna best í, svona eftir á... Ég SAT reyndar aftarlega á öðrum svölum, sem ég hef alltaf passað mig á að gera ekki síðan. Sú staðsetning kann að hafa skemmt fyrir, en trúlega líka það hvað hann stóð mikið inn í hljómsveitinni....
ÞVÍ MIÐUR þá eigum við ekki marga söngvara sem HEYRAST VEL í Eldborg...  Og þeir sem heyrast  þeir "SLÁ Í GEGN"  eins og t.d. Hallveig Rúnarsdóttir gerði.....
ÉG SKORA á óperustjóramnn og þá sem aðstoða hann að SITJA AFTARLEGA þegar þeir hlusta á einsöngvara sem eru að syngja fyrir því að þeir SEM SITJA AFTARLEGA vilja LÍKA HEYRA . 
"Comprimario" söngvarar verða LÍKA að heyrast.....
Virðingarfyllst, Kári Friðriksson.


mbl.is Konurnar tóku andköf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kári Friðriksson

Höfundur

Kári Friðriksson
Kári Friðriksson
Tónlistarmaður,tenorsöngvari,trúbadúr,kórstjóri og tónmenntakennari.Yrkir ljóð,semur lög og stundar kraftlyftingar til að slaka á.Giftur og á þrjú börn.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband