27.12.2011 | 23:30
Íslenska Óperan. Til hamingju með Eldborgarsalinn !
Ágæta tónlistaráhugafólk.
Undirritaður hefur stundum gagnrýnt óperuna fyrir ýmislegt,bæði í blaðagreinum og bloggi.
Nú er mér ljúft of skylt að greina frá ánægju minni með þau vinnubrögð sem þar eru stunduð,þar sem nýlega hefur fjöldi íslenskra söngvara sungið "fyrirsöng" í Eldborgarsal Hörpu og einnig fréttist fyrir þó nokkru hvaða óperu stæði til að flytja á næstunni.
Það hafa allir söngvarar sem ég hef rætt við um þetta verið sáttir við þetta og vonandi verður þetta raunin í framtíðinni.Þá getur enginn talað um "pukur og leynimakk" eða "klíkuskap" eins og stundum hefur verið hvíslað um allt frá þeim dögum þegar Garðar og Ólöf Kolbrún réðu ríkjum.
Ég verð að taka fram að þrátt fyrir að ég hafi gagnrýnt stjórn Íslensku Óperunnar og óperustjórann Stefán Baldursson þá hefur hann sýnt kurteisi
í svörum sínum til mín eins og sæmir þroskuðum stjórnanda ,rökrætt málin og meira að segja sendi hann mér boð um prufusöng nú í desember.Takk fyrir það Stefán.
Auðvitað munu nokkrir tenorar koma til greina í hlutverk það sem ég vildi helst fá,Rodolfo.Það er tenorhlutverk þar sem helst þarf að geta sungið alla leið upp á háa C oftar en einu sinni (nema menn kjósi að lækka ) og auk þess þarf þó nokkurn raddþrótt og karlmennsku . Þó nokkur fjöldi tenora getur sungið "léttari" tenorhlutverk,án þess að henta í þetta. Svo er það einnig staðreynd að ennþá færri tenorar henta fyrir hlutverk Manricos í óperunni Il Trovatore,sem sumir telja að verði flutt í haust. Ég tel að ég sé einn af örfáum sem gæti sungið það,hef jafnvel sungið erfiðustu aríuna á tónleikum sem ég hélt haustið 2008 til styrktar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur "15 Háa Céa tónleika" þar sem ég gaf aðgangseyrinn mæðrastyrksnefnd.
La boheme er nokkuð auðveldari fyrir tenorinn að sumu leiti,hafi hann góða hæð.Hann þarf ekki að vera eins kraftmikill,en syngja ljúft og rómantískt á köflum. Ég setti nú um daginn Che gelida manina og O soave fanciulla á youtube,fyrir mig og aðra til að sjá / heyra hvernig ég syngi þessa dagana. Hafði þá sungið fyrir í Eldborgarsalnum fimm dögum fyrr.Ég er "karifrid" á youtube,ef einhver vill finna upptökuna og hlusta. Allavega er þarna samanburður við þann,eða þá sem munu syngja Rodolfo.Ég kann bæði hlutverkin.
Þetta blogg er sett inn til að sýna að ég get allt eins hrósað og gagnrýnt.
Það er almenn ánægja með Íslensku Óperuna þessa dagana og vonandi verður svo áfram.(Vonandi fæ ég svo enn fleiri störf við söng út á bloggið.Reyndar hafa youtube upptökurnar gefið mér slatta af söngstörfum,mest þó Rósin.)
Virðingarfyllst, Kári Friðriksson,tenorsöngvari. karifrid@hotmail.com Sími: 5640665/ 6910665
Undirritaður hefur stundum gagnrýnt óperuna fyrir ýmislegt,bæði í blaðagreinum og bloggi.
Nú er mér ljúft of skylt að greina frá ánægju minni með þau vinnubrögð sem þar eru stunduð,þar sem nýlega hefur fjöldi íslenskra söngvara sungið "fyrirsöng" í Eldborgarsal Hörpu og einnig fréttist fyrir þó nokkru hvaða óperu stæði til að flytja á næstunni.
Það hafa allir söngvarar sem ég hef rætt við um þetta verið sáttir við þetta og vonandi verður þetta raunin í framtíðinni.Þá getur enginn talað um "pukur og leynimakk" eða "klíkuskap" eins og stundum hefur verið hvíslað um allt frá þeim dögum þegar Garðar og Ólöf Kolbrún réðu ríkjum.
Ég verð að taka fram að þrátt fyrir að ég hafi gagnrýnt stjórn Íslensku Óperunnar og óperustjórann Stefán Baldursson þá hefur hann sýnt kurteisi
í svörum sínum til mín eins og sæmir þroskuðum stjórnanda ,rökrætt málin og meira að segja sendi hann mér boð um prufusöng nú í desember.Takk fyrir það Stefán.
Auðvitað munu nokkrir tenorar koma til greina í hlutverk það sem ég vildi helst fá,Rodolfo.Það er tenorhlutverk þar sem helst þarf að geta sungið alla leið upp á háa C oftar en einu sinni (nema menn kjósi að lækka ) og auk þess þarf þó nokkurn raddþrótt og karlmennsku . Þó nokkur fjöldi tenora getur sungið "léttari" tenorhlutverk,án þess að henta í þetta. Svo er það einnig staðreynd að ennþá færri tenorar henta fyrir hlutverk Manricos í óperunni Il Trovatore,sem sumir telja að verði flutt í haust. Ég tel að ég sé einn af örfáum sem gæti sungið það,hef jafnvel sungið erfiðustu aríuna á tónleikum sem ég hélt haustið 2008 til styrktar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur "15 Háa Céa tónleika" þar sem ég gaf aðgangseyrinn mæðrastyrksnefnd.
La boheme er nokkuð auðveldari fyrir tenorinn að sumu leiti,hafi hann góða hæð.Hann þarf ekki að vera eins kraftmikill,en syngja ljúft og rómantískt á köflum. Ég setti nú um daginn Che gelida manina og O soave fanciulla á youtube,fyrir mig og aðra til að sjá / heyra hvernig ég syngi þessa dagana. Hafði þá sungið fyrir í Eldborgarsalnum fimm dögum fyrr.Ég er "karifrid" á youtube,ef einhver vill finna upptökuna og hlusta. Allavega er þarna samanburður við þann,eða þá sem munu syngja Rodolfo.Ég kann bæði hlutverkin.
Þetta blogg er sett inn til að sýna að ég get allt eins hrósað og gagnrýnt.
Það er almenn ánægja með Íslensku Óperuna þessa dagana og vonandi verður svo áfram.(Vonandi fæ ég svo enn fleiri störf við söng út á bloggið.Reyndar hafa youtube upptökurnar gefið mér slatta af söngstörfum,mest þó Rósin.)
Virðingarfyllst, Kári Friðriksson,tenorsöngvari. karifrid@hotmail.com Sími: 5640665/ 6910665
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir, Tónlist | Breytt 5.7.2012 kl. 23:15 | Facebook
Um bloggið
Kári Friðriksson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.