10 hræddar sópransöngkonur ! Hræddar við óperustjórann ?

Ég heiti Kári Friðriksson og er tenorsöngvari.
Ég fékk þá ágætu hugmynd um daginn að bjóða "Menningarnótt" og fleiri
aðilum upp á "tónlistarpakka" með tenor / sópran dúettum . Auk þess mundu
söngvararnir syngja sér sínar glæsilegustu óperuaríur (eða óperettuaríur).
Ég fann netfang hjá 15 íslenskum söngkonum, á opera.is og sendi þeim boð
um að æfa og syngja með mér prógram með dúettum. Þrjú netföng reyndust vera
úrelt, tvær svöruðu strax kurteislega að þær væru uppteknar í sumar,önnur
í Noregi, Hulda Björk og hin hér á Íslandi, Auður Gunnarsdóttir.
HINAR TÍU SVÖRUÐU EKKI !
Ég hef grun um að ótti við óperustjórann gæti ráðið nokkru um það. Alþekkt
er að ég hef gagnrýnt hann og stjórn óperunnar fyrir ýmislegt, m.a. pukur
og leynimakk með það sem verður á efnisskrá og "rangt val" í hlutverk .
Óperustjórinn er ekki með tónlistarmenntun (sem mér er kunnugt um)og sumir
hafa í mín eyru gagnrýnt ýmislegt sem hann hefur ákveðið,ÁN ÞESS að þora að
gera það opinberlega. Ég hef reyndar fengið að heyra það að ég hafi TRYGGT
að ég muni ALDREI fá nokkuð að gera við óperuna, SAMA hvað ég batni sem
söngvari. Það sé reiði í minn garð hjá óperunni og þá verður skiljanlegt
að söngkonur vilji ekki FALLA Í ÓNÁÐ með því að syngja með mér.
Ég benti þeim á að hlusta á aríur og dúetta með mér á youtube. Er "karifrid" þar og hægt að finna þar með mér dúettinn O soave fanciulla,(sem mér finnst betur sunginn en var í uppfærslunni OG sjónvarpsskotinu sem ég sá í vetur).
Einnig Libiamo,Parigi o cara,og svo dúetta atriðið úr Rigoletto. Þar syng ég mjög gott Des með sópraninum í lokin,( ólíkt því sem var í Íslensku óperunni). Einnig er fullt af aríum og sönglögum þar á youtube með mér .
Ég hef ennþá áhuga á að fá "dúett partner" ef einhver þorir....
Ég ætla svo að birta nöfn þeirra tíu sóprana sem ekki svöruðu E-mail frá mér
hér á eftir . Vonandi fá þær eitthvað að syngja í óperunni...
Bylgja Dís, Hallveig Rúnars,Helga Rós,Sigrún Hjálmtýs,Signý Sæm,Hlín Péturs,
Vala Guðna,Þóra Einars,Magnea Tómas og Kristín R. Sig .
Þetta blogg var í fróðleiks og kynningarskyni , en ég býð auðvitað upp á "einsöngs pakka" auk þess að hafa fengið vilyrði hjá Geir Ólafssyni um að syngja með mér "Mario Lanza tenor tónleika" sem er flottur "pakki" með fjölbreyttri tónlist, enda söng Lanza í kvikmyndum auk þess að vera flottur
óperutenor. Ég tek einnig að mér að leiða fjöldasöng. Stundum hef ég fyrst
sungið þrjú lög eða aríur meða karaoke undirleik en stjórnað svo fjöldasöng með gítar að vopni.Flottur "árshátíðarpakki".
Ég hef þann metnað að syngja ALLTAF (næstum alltaf)lag eða aríu sem fer upp á Háa C þegar ég kem fram .(Fáir aðrir tenorar gera það.)
Ég set hér netfang og símanúmer á eftir, ef ykkur sem lesið vantar söngvara,
kórstjóra eða SÖNGKENNARA . Það er skrýtið að fleiri skuli ekki prófa að koma í söngtíma til mín, ég hef hjálpað sumum að bæta hæðina talsvert, hún er jú mikilvæg til að standa upp úr meðalmennskunni. Get ÞAGAÐ yfir því, ef þið viljið ekki að það fréttist að þið kíkið í tíma til mín .
Virðingarfyllst, Kári Friðriksson, "Háa Cés tenor" með meiru...
karifrid@hotmail.com Sími: 6910665

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kári Friðriksson

Höfundur

Kári Friðriksson
Kári Friðriksson
Tónlistarmaður,tenorsöngvari,trúbadúr,kórstjóri og tónmenntakennari.Yrkir ljóð,semur lög og stundar kraftlyftingar til að slaka á.Giftur og á þrjú börn.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband