FRAMTÍÐARSÝN 2014. Ljóð um framtíðarmöguleika okkar þjóðar,(sem eru góðir).

    Framtíðarsýn 2014.

Vind og sjó hér virkja þarf, 

vel þá orku nýta.

okkar bíður ærið starf,

ættum minna að kíta.

 

Finna þurfum fleira en ál,

farsælt mun það vera.

Það er ekki mikið mál,

margt er hægt að gera.

 

Hérna næring út um allt,

er í " þangi falin".

Hana að selja´er harla snjallt,

hún er "meinholl" talin.

 

"Sjálfs er höndin hollust þín"

hana að nota, gaman.

Okkar bíður framtíð fín,

fögnum henni saman.

 

Verum ei með "hlekki´um háls"

höldum siðum góðum.

Lifum hér í friði, frjáls,

fyrir öðrum þjóðum.

 

Ég skrifaði þetta inn á Facebook áðan vegna ummæla þar,

næstum án þess að stoppa, þetta "rann svo létt" upp

úr mér.....

ÞAÐ ER FRAMTÍÐ hér á landi......(Þessu MÁ deila.....)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kári Friðriksson

Höfundur

Kári Friðriksson
Kári Friðriksson
Tónlistarmaður,tenorsöngvari,trúbadúr,kórstjóri og tónmenntakennari.Yrkir ljóð,semur lög og stundar kraftlyftingar til að slaka á.Giftur og á þrjú börn.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband