Tónlist fyrir matargesti ?
Ég sendi víða upptöku af söng þriggja tenora af
tónleikum í Háteigskirkju þann 5. febrúar
síðastliðinn. Þar sungu Kári Friðriksson, Egill
Árni Pálsson og Einar Clausen fjölbreytt úrval
laga bæði frá Íslandi og þekkt erlend "tenorlög"
eins og Wien,du stadt meina traume og O sloe mio.
Ég taldi að hægt væri að "vera öðruvísi" sem veit-
ingastaður með því að bjóða upp á söngprógramm
jafnvel með þremur tenorum, á stærstu og flottustu
veitingastöðunum. Tvo eða einn á þeim minni.....
Ég sendi alls 39 hótelum og veitingastöðum netbréf
með upptöku af íslenskum dúett,Á vegamótum og
hugmyndum mínum um að matargestir ,ekki síst
útlendingar, myndu gjarnan vilja hlusta á c.a. 20 til
30 mínútna skemmtiprógramm sem mundi byrja
þjóðlegum fimmundarsöng,Ísland farsælda frón
eða Ó mín flaskan fríða, sungin af tveimur söng-
vurum.Svo kæmu íslensk lög og dúettar,eins og
Á vegamótum,Sólsetursljóð,Hamraborgin,Rósin,
Undir dalanna sól,Í fjarlægð,Þú ert yndið mitt
yngsta og besta o.s.v.f. Í lokin kæmu lög frá
öðrum löndum,Þýskalandi,Ítalíu o.s.f.v. La donna e
mobile,Nessun dorma, Komm in die Gondel,Wien
du stadt meine traume,Be my love, Perhaps love
og O sole mio,sem dæmi.Sum sungin saman að
hætti "Tenorarnir þrír" en sum sungin af einum.
Fjórir heilir dagar eru síðan ég sendi E-mail á
alla þessa stóru veitingastaði og hótel,allt upp í 150
km. frá Reykjavík, en ENGINN hefur svarað enn.
Hótel Rangá og Hótel Glymur þykjast vera flott og
ættu að sjá sóma sinn í að bjóða sínum gestum
upp á val um svona flott prógramm. Grand hótel
væri "grand" með svona prógramm. Mörg af hót-
elunum eru með stóra sali sem vel geta boðið
upp á svona prógramm, hafa jafnvel hljóðfæri...
Fjörukráin í Hafnarfirði,(þar sem ég söng í 13 ár)
er næstum eini staðurinn sem býður reglulega upp
á söng og skemmtiprógramm reglulega, og fær
TÚRISTA Í ÞÚSUNDATALI ÚT Á ÞAÐ.....
Ég SKORA Á veitingamenn að koma sér upp
svona söngprógrammi, með tenorsöngvurum og
blönduðu,vönduðu efni og ÞEIR MUNU FÁ GESTI
FRAM YFIR ÞÁ SEM aðeins bjóða upp á MAT .
Skemmtiferðaskip sem hingað koma gætu FENGIÐ
PRÓGRAMMIÐ UM BORÐ.....Ef fólk nennir ekki að
borða í landi.....
Ég sendi reyndar ÖLLUM ráðaneytunum OG For-
setaskrifstofunni upplýsingar um þennan
"menningarpakka " en hef ekki fengið NEMA EITT
SVAR enn sem komið er.....
"Menningartengd ferðaþjónusta" er hugsanlega
bara orðin tóm hjá stjórnmálamönnum.....
Vonandi rætist úr þessu, við söngvarar verðum
í önnum, syngjandi á fjölmörgum stöðum fyrir
íslenska sem erlenda gesti. ÉG ER TILBÚINN, með
mína menn....
Virðingarfyllst, Kári Friðriksson tenor og tónlist-
artengill . Sími: 6910665 karifrid@hotmail.com
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Kári Friðriksson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þú villt koma þessu ínn á veitingastaði ,þá skalt þú fyrst fara á alla staðina og skoða hvernig þeir höndla sín mál , því staðreyndi er sú að þess skonar tónlist á frekar litla samleið með matsölustöðum sem eru opnir hverjum sem er , en í veislusölum þar sem tónlist, leiklist og matarlist er blönduð saman gæti alveg gengið eins og i Iðnó .
Svo myndi ég benda þér að fá einhvern góðan penna til að skrifa fyrir þig , þessi tónn sem er í skrifum þínum skilar engu
MBK Sverrir
sverrir Halldórsson (IP-tala skráð) 11.3.2014 kl. 23:54
Takk fyrir skrifin Sverrir.
Ég get lofað þér að "tónninn" í bréfinu sem ég sendi var jákvæður...Hins vegar finnst mér ótrúlegt sinnuleysi í veitingamönnum að spá ekki í þetta, ekki síst þar sem t.d. IÐNÓ eins og þú nefnir var með mat og prógramm sem gekk ótrúlega lengi. Leikkona að syngja danska slagara og kannski grínast aðeins líka, það prógramm gekk t.d. vel....Verð reyndar að viðurkenna að það datt alveg úr mér, að senda E-mail á Iðnó...
Það eru salir, sem eru ekki notaðir í almennum hversdags veitingarekstri, sem gætu kannski verið notaðir mun meira, ef
svona "matur og menning" prógramm væri í boði....
Það eru kannski til frægari "þrír tenorar" á landinu, en ekki
víst að þeir séu á "viðráðanlegu verði".. Jóhann Friðgeir,Gissur Páll og Garðar Cortes eru líklega heldur ekki allir á lausu mörg kvöld í mánuði, þar sem þeir eru allir eftirsóttir.....Ég hringdi ekki í þá, einmitt út af því, en næstum allir aðrir sem ég ræddi við, voru tilbúnir, EF job yrðu til.....
Svo er spurningin, hvort maður ætti bara að reyna að auglýsa sjálfur prógramm, og leigja svo sal og kaupa mat og þjónustu, þegar hópur væri búinn að staðfesta pöntun á "Tenorarnir þrír, veisla ".
Ég TRÚI ALLAVEGA að fjölmargir hefðu áhuga á að fá söngskemmtun sem part af veislu...Allir túristar þurfa jú að borða og af hverju ekki að fá brot af íslenskri menningu með....
Ef ég héldi verði veitinga niðri, t.d. hefði kjötsúpu og svo rjómapönnukökur og kaffi á eftir ,þá gæti "veislan" verið innan við 5000 krónur...Þjóðlegt og einfalt...
Kári Friðriksson, 15.3.2014 kl. 23:23
Staður eins og restaurant reykjavík,kex hostel, skíðaskálinn í hveradölum, gætu verið ákjósanlegir staðir , einnig að hafa samband við veisluþjónustur sem fá oft upp í hendurnar að skipuleggja allan pakkann ,t.d. veisluþjónusta Binna , einnig má benda á viðburðarstjórnun eins og pratical .
En ég fer ekki ofan af þeirri skoðun sem ég hafði af tóninum í fyrsta pistlinum ,en í þessum síðari ertu kominn á söluvænlegt level
sverrir Halldorsson (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.