Ljóðstafur Jóns úr Vör 2014. EKKERT LJÓÐ NÓGU GOTT fyrir verðlaun.

Sælir ljóðaunnendur. Ég set hér ljóð sem ég sendi í keppnina nú í ár. Þetta er reyndar við lag sem ég samdi, og sendi í Júróvisiona....Er nú að útsetja það fyrir kór, en Raggi Bjarna eða Bogomil Font voru þeir sem ég vildi helst láta syngja lagið, sem er meira í stíl 1930 til 1950 , en dagsins í dag. Ég hef ekki séð þau ljóð sem unnu keppnina síðustu ár, svo ég hef ekki samanburð. Mér finnst að "ljóð" sem ekki hafa stuðla,höfuðstafi eða rím ættu að kallast eitthvað annað en ljóð....Sem tónlistarmaður, vil ég hafa ákveðið form og hrynjanda í ljóðum, svo að maður þurfi ekki að reyna að gera lag við "hrynlausan óskapnað"  Ljóð eins og ég yrki, eru ekki í tísku kannski, en "formleysið" í nútíma "ljóðum"  er kannski ástæðan fyrir miklu minni eftirspurn eftir ljóðum í dag, miðað við daga Davíðs Stefánssonar og eldri skálda.... HÉR SET ÉG MITT LJÓÐ FYRIR NEÐAN.....

 

                  

Of feiminn.

Hugsa ég löngum um horfna tíð,                                huggun og gleði það er.
Þá stendur eftir svo björt og blíð                                     brosandi myndin af þér.

Ung vorum bæði,ég unni heitt,                                   ekki samt vissi þinn hug.                                        Ráð til að vinna þig viss´ei neitt,                             vantaði kjark þá og dug.

Veggurinn milli hann var of hár                         viðkvæmur, feiminn ég sat,                                             um það hvort líkt brynnu okkar þrár                             alls ekki vitað ég gat.

Stundum, við björtustu brosin þín                          bjarmi í augunum sást.                                  Hrifnæm og barnaleg hugsun mín                         hélt kannski það vera ást.

Aldrei, ég vita mun ár og síð                                         ást, hvort þú hafðir á mér.                                       Hugsa ég löngum um horfna tíð                                  horfi á myndina af þér. 

 

FÚLT. Gat ekki sett ljóðið venjulega inn,(copy / paste ) tölvan ólagar það. Set það samt inn, því svona ljóð, eru í formi, þótt þeim sé vitlaust raðað upp.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kári Friðriksson

Höfundur

Kári Friðriksson
Kári Friðriksson
Tónlistarmaður,tenorsöngvari,trúbadúr,kórstjóri og tónmenntakennari.Yrkir ljóð,semur lög og stundar kraftlyftingar til að slaka á.Giftur og á þrjú börn.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband