Áskorun á Sveppa,karifrid (Á youtube.) Textinn .

      Áskorun á Sveppa.Lag og ljóð Kári          Friðriksson.

Þú grínari mikli sem ekur um allt,       
sem útvarpar spaugi úr bílnum.
Ég læt þig nú vita að lánið er valt
og líklegar hefndir frá skrílnum.

Því fólk sem þú níðir í fýlu nú er,
þú ferð nokkuð oft yfir strikið.
Það óþverra grínsem þú gerðir,að mér
var gróft,og mér sárnaði mikið.

Ég frétti,þú lent hafir einelti í,
með útlit þit grínast og spikið.
Ég verð nú að segja,mér virðist af því
varla,þú lært hafir mikið.

Að grínast með feita og fatlaða er
sko "fyndni" af lakasta tagi.
Þitt lélega innræti alþjóð nú sér,
þú ert ekki Sveppi,í lagi.

Að ganga of langt,eiga grínarar til
en gáð´að mig skortir ei kraftinn.
Ég reiddist þér Sveppi og vegna þess vil
þér veglega gefa á kjaftinn.

Þú óþverrakjaftur sem áreittir mig
ég á þig í slag núna skora.
Í lokuðu búri ég lemja skal þig,
(en líklega munt´ekki þora.)

Klárað 22.1.2021. Kári Friðriksson.
Mannlíf.is fjallaði ágætlega um þetta og kom með dæmi um hvað þeir sögðu um mig á podkastinu. Einnig er texti neðan við myndbandið á youtube með þessum texta við lag eftir mig. 
Munið: "Engin skyldi skáldin styggja, skæð er þeirra hefnd."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kári Friðriksson

Höfundur

Kári Friðriksson
Kári Friðriksson
Tónlistarmaður,tenorsöngvari,trúbadúr,kórstjóri og tónmenntakennari.Yrkir ljóð,semur lög og stundar kraftlyftingar til að slaka á.Giftur og á þrjú börn.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband