6.9.2009 | 14:26
KJÖFTUM KRÓNUNA UPP!
Sælir íslendingar.
Mér finnst of mikil neikvæðni í gangi og held að við ættum að horfa meira á björtu hliðarnar.Við erum allavega með miklar auðlindir,raforku,fisk í sjónum og fullt af frábæru vatni sem æ meiri vöntun virðist vera á í heiminum.Margar nágrannaþjóðir okkar hafa gengið um of á vatnsforða sinn svo grunnvatnsstaða hjá þeim er orðin hættulega lág,t.d. bretar. Það verður til þess að þeir munu verða að draga úr ræktun og matvælaframleiðslu.Sama gildir um fleiri lönd.Við hins vegar höfum nóg vatn og fullt af ónotuðu ræktarlandi og með auknum gróðurhúsaáhrifum verður (vonandi) enn auðveldara að rækta á Íslandi. Annars ætlaði ég að tala um ÍSLENSKU KRÓNUNA. Það er staðreynd að hún er mjög lágt skráð um þessar mundir.Partur af ástæðunni fyrir því er örugglega NEIKVÆÐ UMRÆÐA um hana.Samt vita flestir að neikvæð umræða og væntingar getur lækkað gengi hjá henni (og hlutabréfum í fyrirtækjum ef út í það er farið.) Ég held að LANGFLESTIR hér á Íslandi hefðu hag af því ef gengi krónunnar MUNDI HÆKKA UM C.A. 40 til 50%. Allavega mundu bílalánin mín lækka mikið. Ég var nú að hugsa um það að bankarnir hafi nú vitað að hið háa gengi krónunnar mundi ekki halda endalaust,séð sér leik á borði að græða og boðið upp á viðmiðun við erlenda gjaldmiðla. Ekki fékk ég erlendan gjaldeyri að láni,skrifaði bara undir að miðað væri við erlendan gjaldmiðil og svo þegar gengið féll þá hækkaði lánið (sem ég fékk í íslenskum krónum) sem því nam.Bankinn græðir helling. Ég sá nú reyndar lögfræðiálit um daginn,sem telur þessa viðmiðun ólöglega. Ég er sannfærður um að VIÐ ÍSLENDINGAR GETUM "KJAFTAÐ KRÓNUNA UPP" ef við virkilega reynum . Munum það að langflestir mundu græða á því.EF FYRIRTÆKI "taka stöðu" á móti krónunni ættum við að mæta í mótmælastöður með búsáhöld og refsa þeim. Fjölmiðlar mættu standa sig betur í þessum efnum.Allt of mikið er af neikvæðum fréttaflutningi þar og því miður HLUTDRÆGUM ástundum. Til dæmis hallar mikið á að sanngirni sé gætt í Evrópuumræðunni.Helmingur þjóðarinnar á móti E.S.B. aðild en fjölmiðlar stýra umræðunni þannig að evrópusinnar hafa upp undir 90% af umræðutímanum. Væntanlega eru einhverjir fræðimenn að fylgjast með umræðunni og með % á hreinu. Þetta er því miður vandamál víða um heim,að fréttamenn ganga erinda valdhafa og eða eigenda,(Baugsmiðlar). Þeir sem ætla að hjóla í valdhafa eru beittir "þöggun".Ég lenti nú í slíku þegar ég kærði styrktarsjóð á vegum K.Í. ,B.S.R.B. og B.H.M.R. fyrir JAFNRÉTTISBROT á karlmönnum.(Mál nr. 10, 2003 hjá Kærunefnd jafnréttismála.) Ég sendi bréf um þetta á ótal fjölmiðla sem sáu ekki ástæðu til að fjalla um þetta. (Nema D.V.) Þarna var auðvitað hjólað í stór stéttarfélög plús ríki og borg og fjölmiðlar tóku þátt í að reyna að "þagga" þetta niður. Þetta var nú samt dæmt sem jafnréttisbrot af Kærunefnd jafnréttismála og ég tel til skammar fyrir sjóðinn að hafa ekki borgað mér þau 20% af fæðingarorlofspeningum sem ég hefði átt að fá (ef ég væri kona). Málið var það að í fæðingarorlofi borgar Tryggingastofnum 80 % af launum,sjóðurinn bætti konum 20% sem upp á vantaði en EKKI körlum. Ég er í K.Í og varð EKKI hrifinn af Eiríki formanni þegar hann í sjónvarpsviðtali varði þessa kynjamismunun og jafnréttisbrot .Formaður stéttarfélags ÞARF að hafa RÉTTLÆTISKENND. Jæja,þetta fer nú að verða ágætt í dag,fyrsta sinn sem ég blogga.Ég heiti Kári Friðriksson,er "hálf-atvinnulaus" tónmenntakennari ÞRÁTT FYRIR að hafa sótt um hjá nokkrum skólum.Sumir þeirra munu EKKI hafa tónmennt á stundaskrá næsta vetur heldur munu skólastjórar nota "tímamagnið" til að "fylla upp í stöður" hjá öðrum kennurum. (Þetta fékk ég skriflegt frá fleiri en einum skólastjóra.)Ég hef enn hlutastarf sem kórstjóri Gerðubergskórsins og syng einnig á Fjörukránni í Hafnarfirði,í víkingabúningi,íslensk þjóðlög o.f.l. fyrir matargesti. Syng einnig einsöng við önnur tækifæri og kenni söng. Er búin að setja slatta af lögum og aríum inn á youtube.Þar sem karifrid. Skoðið La donna e mobile,O sole mio eða Nessun dorma.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Tónlist | Breytt 20.9.2009 kl. 22:22 | Facebook
Um bloggið
Kári Friðriksson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.