Fiskikóngurinn,bara kóngur yfir víetnömum ? Íslendingar fá síður vinnu hjá Fiskikónginum....

                Um atvinnurekendur sem "misnota aðstæður og svíkja starfsfólk"

                             FISKIKÓNGURINN vil ráða og ríkja,
                             en ræður bara yfir víetnömum.
                             Umsækjendur íslenskir,þeir víkja,
                             ort er þetta af slíkum,nokkuð grömum.

                             Útlendingar ýmsum stöðum sinna,
                             auðveldara reynist þá að kúga.
                             Bakatil,þeir víða reynast vinna
                             voða létt að svíkja,og í þá ljúga.

                             Við ég ekki versla á slíku stöðum,
                             vil ég að þið gerðuð þetta líka.
                             Atvinnulaus,ei vil standa í röðum,
                             ekki stjórni fasistanna klíka.
               
                     Ort 24.07.2013. Kári Friðriksson. 

 

 

 


                             Ég á það til að yrkja vísur út af hinu og þessu, og auðvitað gerði ég það líka, þegar ég komst að því að "Fiskikóngurinn" ætlaði ekki að ráða mig,þrátt fyrir að hafa látið líklega, og talað um að hann vantaði  "Foringja í búðina". Ég sótti nú bara um vinnu við handflökun, þar sem gefið var í skyn að maður fengi borgað fyrir flakað kíló.....Ég sá,þegar ég kom á staðinn að flestir sem þarna voru voru frá útlöndum og ég heyrði bara um fólk frá Víetnam. Ég beið lengi eftir viðtali, og fylgdist með, og ætlaði að tala aðeins við einn handflakarann. Sá gat hvorki talað ensku né íslensku, og VAR GREINILEGA ekki búinn að flaka nærri því eins mikið og ég um ævina.....Ég gat ekki rætt við Kristján "Fiskikóng" í það sinn, vegna anna og heldur ekki daginn eftir, þegar ég renndi við... Beið þá einnig í drjúga stund, en sá aldrei að fólkið sem vann þar baka til við flökun og snyrtingu næstum allt frá Asíu, FÆRI í kaffi eða MAT !
Ég ætla ekki að fullyrða neitt, en kannski fær þetta fólk ekki rétta kaffi eða matartíma.... STÉTTARFÉLÖG eru kannski ekki að standa sig . Þau ættu að athuga launaseðla og ræða við fólk, EKKI þegar það er fyrir framan vinnuveitanda....
ÞAÐ GANGA SÖGUR um íslenska atvinnurekendur, sem nota sér að kúga útlendinga sem vinnuafl og kannski er "Fiskikóngurinn" einn þeirra. Ég get ekki fullyrt það, en beið frá 11:30 til 12:45 eftir viðtali og sá ENGANN fara í mat þá.
Þegar ég skrifaði í pirringi bréf og lýsti óánægju minni með að fá ekki vinnu, þrátt fyrir að vera með talsverða reynslu og að ég væri mjög á móti því að fyrirtæki flyttu inn útlendinga þegar væri þó nokkuð atvinnuleysi og sum þeirra brytu svo á þeim réttindi fékk ég skot til baka um að ég væri "rasisti og dóni". 
Kannski er ég það, en ég er á móti "nútíma þrælahaldi" og vil EKKI VERSLA við slík fyrirtæki. 
Ég keypti t.d. ALDREI HAMBORGARA á MCdonalds þar sem það komst fyrir opnun  upp að eigendur ætluðu að borga unglingum "minna en lágmarkslaun". Stéttarfélög stoppuðu það, en ÉG VILDI EKKI  versla við "drullusokka sem reyndu svona".
Ég hef frétt um veitingastaði sem svíkja launalega unglinga og útlendinga, og passa mig að fara ekki inn á slíka staði, og hvet aðra til að gera það líka.
Ég man eftir hálf fasískum blaðagreinum um að það sé gott að hafa "hóflegt atvinnuleysi" svo að verkafólk fari ekki að derra sig... 
Ég ætla EKKI AÐ KAUPA FISK AF FISKIKONGINUM ! Ætla að hringja í stéttarfélagið og biðja það að athuga aðstæður á vinnustað og fá að sjá hvað fólkið hefur í laun. 
Ég hvat AÐRA til að gera slíkt hið sama, ef þeir vita um vinnustaði þar sem farið er illa með unglinga eða útlendinga á einhvern hátt. Láta stéttarfélög vita, og versla ekki nema ástandið batni....
Vonandi fer heimurinn batnandi, við getum öll gert eitthvað, Fair trade t.d. 
Virðingarfyllst, Kári Friðriksson tónmenntakennari (atvinnulaus ennþá) kórstjóri,handflakari o.m.fl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Skal gert, Kári - Þá hættir maður að versla þarna. - Búinn að finna fína fiskbúð, HAFIÐ í Hlíðarsmára. Allir íslenskumælandi og enginn sérstakur "kóngur" yfir þeim.

Már Elíson, 5.8.2013 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kári Friðriksson

Höfundur

Kári Friðriksson
Kári Friðriksson
Tónlistarmaður,tenorsöngvari,trúbadúr,kórstjóri og tónmenntakennari.Yrkir ljóð,semur lög og stundar kraftlyftingar til að slaka á.Giftur og á þrjú börn.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband