Víkingur REKINN af Fjörukránni,fyrir að skrifa á Facebook. Málfrelsi lítils metið af atvinnurekenda.

Þann 8. september síðastliðinn skrifaði ég blogg, þá nýkominn úr aukavinnu sem ég hef haft í þá 13 og hálft ár, sem er að syngja og skemmta í víkingabúningi,matargestum á Fjörukránni í Hafnarfirði.
Rétt er að nefna að á þeim tíma hefur ýmislegt gengið á og stundum hef ég verið við það að hætta, tvisvar hefur Jóhannes Viðar hringt í mig og beðist afsökunar á því sem hann hafði sagt og ég þá sætt mig við það og unnið áfram. Er ég nær örugglega sá sem hef unnið lengst á Fjörukránni, enda er ég þolinmóður og hef sætt mig við ýmislegt,enda að reyna að vinna fyrir fjölskyldunni. Margir hafa hætt jafnvel í illu, eftir stuttan starfstíma, enda forstjórinn þekktur fyrir að hafa "erfitt skap".                                                                           Þegar ég mætti í vinnu næst, eftir að hafa skrifað umrætt blogg, sem ég læt fylgja með orðrétt á eftir , kallaði Jóhannes Viðar mig inn á skrifstofu í hléi og sagðist ekki vilja hafa það að ég skrifaði neitt um Fjörukrána á Facebook,(eða annars staðar) og gerði ég það aftur yrði ég rekinn. Auk þess yrði ég að taka tafarlaust út , það sem ég hefði skrifað. Kannski var mælirinn orðinn fullur, eftir 13 og 1/2 ár af því að vinna hjá manni sem maður gat aldrei vitað hvort væri í fínu, eða brjáluðu skapi þegar maður mætti í vinnuna.  Ég ákvað að standa á mínu, það ER MÁLFRELSI á Íslandi og bölvuð frekja og yfirgangur að ætla að stjórna því hvort maður tjái sig um starf sitt, sem hefur verið stór partur af lífi mínu í rúm 13 ár. Í ofanálag var ekkert í því sem ég skrifaði neikvætt, nema að ég ætti kannski skilið að fá meira borgað fyrir að standa mig vel á svona stórum kvöldum, (að syngja EINN, fyrir 170 manns). Það hefur Jóhannes aldrei mátt heyra á minnst, að borga aukalega fyrir meira álag.....Hann verður því nískari eftir því sem hann verður ríkari....Laun fyrir söng þar hafa dregist saman um einn þriðja af því sem þau voru, þegar ég byrjaði...SAMT er hann að nota færri söngvara fyrir sömu stærð af gestahóp...
Ég endurskrifa hér fyrir aftan það sem ég skrifaði þann 8. sept, orðrétt:                                                                                            Söng aleinn fyrir rúmlega 170 manns, á Fjörukránni í kvöld....Það gekk reyndar mjög vel, enda er ég raddmikill og fær í að koma fram...Man samt að þegar ég var að byrja þar fyrir rúmum þrettán árum þá var reglan sú að söngvari númer tvö, bættist við þegar fleiri en 25 voru í "Víkingamatseðli". Þá hefðu verði fimm í hóp að sinna svona mörgum. Reyndar voru ekki allir söngvararnir þá með "óperurödd". Það þarf talsverðan kraft til að heyrast þokkalega þegar maður syngur yfir stóra salinn á neðri hæðinni, og reyndar líka "Tunnusalinn" og Hofið" uppi. Þarna næst oft frábær "Brekkustemming" og sennilega enginn veitingastaður á Íslandi þar sem hópar geta komið og heyrt flotta söngvara syngja fyrir sig PLÚS að geta sjálfir sungið fjöldasöng....Eftir "Íslenska prógrammið" í kvöld söng ég t.d. með gestum, Vem kan segla,My bonny, Che sara,Wild rower, Det var brennivin í flasken,Once upon a time og Ring of fire.... (Kann líka fullt af "íslenskum fjöldasöngslögum".)       Ég fer reyndar út fyrir Fjörukrána með mína hæfileika og syng stundum í veislum,bæði einsöng og stjórna fjöldasöng....(Þá oft á aðeins hærra kaupi). Maður nær nú samt dálitlum pening ef maður fær hátt í tíu "job" á mánuði á Fjörukránni.   Staðreynd samt að "fimm söngvarar kosta meira en einn" , þannig að kvöldið í kvöld hlýtur að koma vel út "kostnaðarlega séð".   Listrænt séð ?  Það var góð stemming.....                                                                         SVONA var nú textinn sem ég var rekinn fyrir að birta á Facebook. Dæmi hver sem vill, hvernig sá maður er, sem lætur sér detta í hug að hóta öllu illu til að losna við þessi skrif af netinu.                      Það er MARGT MUN VERRA sem ég gæti skrifað um Fjörukrána og margir fyrrverandi starfsmenn gætu vitnað um.                                        Læt þetta duga í bili, og vona að mér líði betur með það að hafa aðeins "opnað mig" .                                                                       Kári Friðriksson tónlistarmaður og "málfrelsisunnandi".S: 6910665     Bendi veitinghúsaeigendum  hér með á að vilji þeir bjóða upp á "Þjóðlegt tónlistarprógramm á sínum stöðum, þá er ég á lausu.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kári Friðriksson

Höfundur

Kári Friðriksson
Kári Friðriksson
Tónlistarmaður,tenorsöngvari,trúbadúr,kórstjóri og tónmenntakennari.Yrkir ljóð,semur lög og stundar kraftlyftingar til að slaka á.Giftur og á þrjú börn.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband