Stjórnlagaþing,peningaeyðsla í kreppu!Fólk sveltur!

Ágætu íslendingar.

Hættum við þetta "Stjórnlagaþing". Nú þegar er búið að eyða 90 milljónum í "Þjóðfund" um stjórnarskrána. (Einn fundur kostaði allan þennan pening,hvað mun þetta kosta í allt ?)                                 Við höfum horft upp á raðir lengjast eftir matarpokum hjá hjálparstofnunum.Við höfum séð tillögur um að loka ,draga saman og EYÐILEGGJA að mestu heilsugæslu víða um land.Svo á að eyða peningum í að láta nokkra tugi af íslendingum dunda sér við að breyta stjórnarskránni,til að auðvelda "Föðurlandssvikurum" að ná að selja fullveldi og frelsi þjóðarinnar fyrir  "evru-baunadisk".         Ég er því miður kunnugur fólki sem hefur farið í raðir eftir matarpokum og hef grátið yfir því að hafa séð móður horast niður til að reyna að láta barnið sitt hafa nóg að borða.Ég var kannski sá fyrsti sem ákvað að halda tónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd,hélt þá 2.nóvember 2008 í Fella og Hólakirkju.Því miður fékk ég nær enga fjölmiðlaumfjöllun þrátt fyrir að hafa sent fjölda fjölmiðla netpóst um málefnið.                                                                      Ég segi að við skulum hætta við,eða fresta stjórnlagaþingi og nota peningana sem sparast,plús miklu meira til að láta sveltandi fólk fá MAT!!!     Einnig væri rétt að draga 100 til 200 þúsund krónur á mánuði af þingmönnum og ráðherrum ,einnig þeim sem eru á eftirlaunum (ríflegum), til sömu mannúðarmála. Þingmenn urðu sér til ævarandi skammar fyrir ekki löngu fyrir að tryggja sjálfum sér góð eftirlaun og eiga samt stóra sök á hvernig nú er komið fyrir íslensku þjóðinni. Þeir ættu að standa með "alþýðunni" og búa sjálfir við skert kjör.                                                                           Hannes Hólmstein,sem er forsprakki "frjálshyggjunnar" sem stóð fyrir því að einkavæða ríkisfyrirtæki og einka -(vina) -væða bankana ætti bara að REKA ÚR LANDI!!!                                                         Ég er sjálfur á móti því að ganga í ESB. Tel að þar séu ríkari þjóðir eins og Þjóðverjar , Frakkar og  fleiri vel stæðir "mjólkaðar" til að styrkja aðrar lakar settar. Inn hafa flætt austantjaldsþjóðir,sumar mjög illa stæðar þannig að það mun BARA AUKAST!!.Einnig er ástandið ekki gott hjá Grykkjum,Írum, Spánverjum og fleirum. MEÐALTALS ATVINNULEYSI í ESB er ekki það sem við viljum .        Þó nokkrar þjóðir hafa tekið EINHLIÐA upp aðra gjaldmiðla ,t.d. dollara,ef það er málið....    Við erum RÍK ÞjÓÐ,sama hvað hver segir.Framtíðin björt,ef við seljum okkur ekki. Orka,hreint vatn og fiskur er það sem við eigum,plús það að ef hitastig jarðar er hækkandi þá erum við með stór svæði sem við getum ræktað mat á .Hveiti,bygg,repju (olíu) og margt fleira.Sykurrófur,hafra,...Lín,(í föt og olíu). Epli,plómur,kirsuber...   Fyrir "hrun" var áberandi að þrjár þjóðir í Evrópu voru EKKI í ESB. Þrjár RÍKUSTU ÞJÓÐIRNAR, Ísland,Noregur og Sviss.      Mér fannst það stór stund þegar ég bakaði um daginn brauð úr ÍSLENSKU HVEITI!                                  FRAMTÍÐIN ER BJÖRT!!

         Kári Friðriksson,tenorsöngvari,kórstjóri og tónlistarmaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kári Friðriksson

Höfundur

Kári Friðriksson
Kári Friðriksson
Tónlistarmaður,tenorsöngvari,trúbadúr,kórstjóri og tónmenntakennari.Yrkir ljóð,semur lög og stundar kraftlyftingar til að slaka á.Giftur og á þrjú börn.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband