Peningar geta haft áhrif gegn UMSKURÐI KVENNA og BARNAÞRÆLKUN.

Ég setti blogg um daginn á vefinn og talaði fyrir viðskiptaþvingunum gegn þjóðum sem misbjóða konum,umskera þær t.d.  Ég vil heldur EKKI KAUPA VÖRUR sem framleiddar eru með barnaþrælkun. Mér finnst það uppgjöf og í raun viðurkenning á ástandinu eins og það er að "kaupa börn úr ánauð" Það á að mótmæla bæði umskurði á konum,sem er stórglæpur og einnig barnaþrælkun. Indverjar t.d. eru að senda upp geimför og eiga kjarnavopn. Svoleiðis stórþjóðir eiga ekki að láta barnaþrælkun líðast.   Ég kaupi stundum "fair trade" kaffi,þótt ég velji nú reyndar oftast íslenskt Braga kaffi,svartan Rúbín. Drekk íslenskan bjór o.f.l. til að styrkja íslenskan iðnað,uppáhaldið er Premium. Kaupi ALLS EKKI vörur frá Egyptalandi eftir að ég las í Mogganum að 97 % kvenna þar væru umskornar.  Kaupi ekki vörur frá Indlandi nema vera nokkuð viss um að ekki hafi verið farið illa með fólk . Ég sver að ég HEF ALDREI keypt McDonald´s hamborgara á Íslandi,frétti að eigendur hefðu reynt að svína á ungmennum og borga þeim MINNA en lágmarkskaup.Það var stöðvað af verkalýðsfélögum,en síðan versla ég ekki við drullusokka. Væri til í að standa með mótmælaspjald hjá fyrirtækjum sem þekkt eru af svínslegri framkomu við fólk. VERUM VIRK. Okkar viðskipti geta verið til góðs. Verslum ekki við þá sem kúga aðra.  Kári Friðriksson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kári Friðriksson

Höfundur

Kári Friðriksson
Kári Friðriksson
Tónlistarmaður,tenorsöngvari,trúbadúr,kórstjóri og tónmenntakennari.Yrkir ljóð,semur lög og stundar kraftlyftingar til að slaka á.Giftur og á þrjú börn.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband